Fjölþjóðleikinn:
Kathryn Janeway var ættuð frá Írlandi (Amerísk þó).
Julian Bashir var Breskur, en þó frá innfluttri nýlendufjölskyldu Indverja (örugglega 4 eða 5 kynslóð).
Chakotay var alltaf sagður Native American, en tatooið hans er nær því að vera Nýsjálenskt að uppruna (Mauri).
Worf ólst upp í Rússlandi.
Hoshi Sato er Japönsk, en vann í Brasilíu (og “Hoshi Sato” þýðist btw sem “Star Trek”).
Piccard var auðvitað Fransmaður, þótt að hann talaði með enskum hreim og hafði enska siði.
Faðir Deönnu Troi var mjög líklega breskur, af hreimi hennar að dæma (Marina Sirtis er bresk).
Vondi kallinn í Generations - Dr. Soran - bjó í Noregi í einhver ár skv. skránni hans sem er sýnd á tölvunni í einu atriðinu.
.. og síðast en ekki síst. O'Brien var Íri. Ekki Breti. Ég er hálfur íri sjálfur.. þannig að ég fíla ekki þegar er ruglast á þessu tvennu. :)
Til allrar hamingju hafa Trek menn passað aðeins upp á fjölþjóðleikann, en þess ber einnig að minnast að öll jörðin er ein þjóð í Star Trek.