Jæja, gott fólk
Nú er svo komið að þið þurfið að gefa upp credit kort númerin ykkar til að geta fylgst með því sem er að gerast í Star Wars heiminum. Sem sagt, Star Wars er að leggjast niður á sama plan og lágkúru-klámsíður internetsins.
Ég hélt að þeir hjá Lucas film myndu haggnast á því að nota Starwars.com sem svona auglýsingasíðu sem hefði það hlutverk að trekkja að aðdáendur. En það er nokkuð ljóst að þeir hafa ekkert upp úr þessum bissnes, nema það að forfallnir Star Wars nördar sem eiga mikið af peningum dæla úr sjóðum sínum. Ég geri ekki ráð fyrir að sá hópur sé stór. Ég myndi t.d. flokkast undir forfallinn Star Wars nörd, en þetta verður til þess að ég hætti að fylgjast með og þar af leiðandi hætti ég að hafa áhuga á þessu fyrirbæri sem Star Wars er.
Hins vegar hefur Star Wars fyrirbærið haldið mér og sjálfsagt fleirum upptekknum síðustu 8 ár. Þannig að ég er aðdáandi myndanna. Ég hef keypt þær allar, ýmist á dvd eða vhs. Ég hef borgað mig nokkrum sinnum í bíó til að sjá myndirnar. Þannig að einhvern vegin finnst mér það peningaframlag vera nóg. Þeir hjá Starwars.com eru greinilega ekki sammála mér og þeirra skilaboð eru að hinn venjulegi Star Wars aðdáandi borgi engan vegin nóg.
Framferði þetta verður að flokkast undir hinn argasta dónaskap í ljósi þess að Lucas er að þéna biljónir á leikföngum og öðru slíku sem tengist Star Wars heiminum.
Ef við skoðum speki myndanna þá kemur þar fram að græðgi sé “Power of the Dark side”. Er þetta ekki svolítið mótsagnakennt í ljósi þess að fyrirtækið er að blóðmjólka aðdáendur myndanna til hins ýtrasta.
Ég segi, fock Star Wars, fock Lucasfilm og fock Starwars.com. Ég er farinn að finna mér ný áhugamál.
Kveðja,
Argur Vargu