Star Wars strákurinn Fyrir nokkrum vikum síðan birtist netverjum skemmtileg klippa með “star wars stráknum” svokallaða. Hann varð aðhlátursefni milljón manna, eða um það bil. Þessari klippu hefur verið downloadað yfir milljón sinnum frá hinum og þessum vefsvæðum.

Greyið strákurinn sem ber nafnið Ghyslain hefur liðið ótrúlega illa yfir þessu. Um er að ræða strák frá Canada sem hefur greynilega mikinn áhuga á starwars. Og vildi sanna fyrir sjálfum sér að hann væri ekki síðri bardagakappi heldur en Ewan Mcgreggor, Ray Park og Hayden Christensen.

Atvikið æxlaðist þannig að hann tók upp sjálfan sig í kjallara skólans sem hann gengur í. Hann gleymdi síðan spólunni í videoupptökuvélinni og eitthvað rakið illmenni setti þetta á netið.

Ýmsir netverjar og bloggarar hafa stofnað sjóð fyrir Ghyslain. “Við verðum að borga honum fyrir þessa skemmtun sem hann veitti okkur” sagði einhver.

Síðast þegar ég vissi var búið að safna 4500$ fyrir drenginn knáa. Hann hugðist kaupa sér Ipod og eitthvað fleira fyrir peningana.

Hér er klppan:
http://www.centrum.is/~arnari/ghyslain_razaa.w mv