Mér datt svona í hug að skrifa örstutta grein um hverjir mér finnst koma til greina sem leikstjóri næstu Star Wars myndar. Ég á örugglega eftir að skammast mín fyrir þessa grein á morgun en, jæja, ég er þó að senda inn grein á Star Wars, sem er meira en margir aðrir geta sagt :)
(Ekki í neinni sérstakri röð)
- Steven Spielberg:
Þar sem Episode 3 á að vera mjög “dökk” mynd, væri Spielberg góður kostur. Hann hefur sýnt að hann getur alveg gert þannig myndir, með AI, Minority Report ofl. Að auki er hann góðvinur Lucas og hafa þeir eins og allir vita unnið saman að Indiana Jones myndunum. En hann er að fara að leikstýra Indy 4 svo að ég er ekki alveg viss. Frábær kostur samt sem áður.
- David Fincher:
Þessi maður er annar mjög góður kostur, hann hefur eins og allir vita gert Se7en, Fight Club, The Game ofl. Sem sagt góður í þessum dökku myndum. Mér finnst hann afar góður kostur. zzzzzzz ég er þreyttur
- Tim Burton:
Það væri náttúrulega ekkert nema snilld að sjá Star Wars mynd í leikstjórn Tim Burton! En ég er ekki viss um hvort ég vilji taka áhættuna þar sem þetta er síðasta Star Wars myndin. Allavega síðasta í höndum GL. Samt gaman að sjá hvað Tim Burton myndi gera.
- Irvin Kershner:
Þið vitið af hverju.
- George Lucas:
Þið vitið af hverju ekki.
Það eru örugglega fleiri sem ég myndi nefna ef ég væri almennilega vakandi.
Já og svo vil ég að Lawrence Kasdan skrifi handritið.
Kv. Jónsi