Oft hefur greint á milli Trekka og stjörnustríðsmanna, og finnst mér það stríð fáránlegt. En samt ætla ég aðeins að fjalla um hvað myndi gerast ef Enterprise myndi lenti í bardaga við Super Star Destroyers. (Margt af þessu er tekið úr eldgömlu blaði sem hét Sci-Fi Invasion eða eitthvað álíka, skal reyna að prenta alla greinina ef ég finn þetta blað heima)

Atriði eitt: Oft og mörgum sinnum hefur okkur verið sagt að lasers virka einfaldlega ekki á skildina á Enterprise og öllum öðrum federation skipum, og ef ég man rétt þá eru yfir 2500 Turbo Lasers á einum Super Star Destroyer sem þýðir einfaldlega að skipið er jafn effective as a pea shooter. Enterprise þarf bara að skjóta nokkrum photon torpedoes og þá er allt búið. Svo gætu þeir hvort sem er bara “bímað” alla yfirmennina úr Destroyernum út í geim og þá myndi allt þetta chain of command fara til helvítis. Svo má til gamans geta að á flestum imperial skipum þá er shield generatorinn alltaf á einum stað og alltaf virðist jafn auðvelt að eyðileggja hann þannig að það er ekki fyrirstaða (yrði annað ef það væri mon calamari cruiser þar sem shield generatorarnir eru út um allt skip). Þetta eru bara nokkrar tæknilegar ábendingar varðandi mismunandi tækni í Star Trek og Star Wars. Svo segi ég bara enn og aftur. Hvað græðir fólk á því að bera þetta saman þegar þetta tvennt er svo fáránlega ólíkt, eina sem þetta tvennt á sameiginlegt er “space” og “Star” í upphafi nafns.
[------------------------------------]