Ég var að horfa á þáttinn á mánudaginn og þar kom upp þessi siðferðislega spurning um hvort ætti að nota læknarannsóknir sem hafa orðið til við tilraunir á fólki. Þar var alltaf talað um að enginn vildi hagnast á dauða og þjáningu annarra.
Það er annar punktur í þessu sem kom aldrei fram hjá þeim: Ef þetta er ekki notað, þá dó þetta fólk og þjáðsist til einskis.
Ég er ekki alveg viss um hvar ég stend í þessu máli en mér finnst talsvert til beggja punktanna koma. Hvað finnst ykkur?
(Ég veit ekki alveg hvort þetta á heima hérna þótt að þetta hafi verið í star-trek þætti, en ég vissi ekki hvert annað ég gæti sent þetta.)