Mig langar að nýta mér óánægju fólks með Enterprise og reyna að burla mönnum svolitlu sem kallast B5. Ég ætla að byrja á því að svara þeirri gagríni sem B5 hefur feingið frá sumum trekurum um að vera já sápa sem sé nokkurnveigin óáhorfanleg. Þeir sem hafa gefið B5 vonda dóma hafa flestir átt það sameiginlegt að hafa ekki hort á meira en 2 3 þætti. Ég hef hort á allt trekið og já bara flest allt ci fi sem ég hef komið klærnum í og get ég alveg lofað ykkur að B5 er alveg vel þess virði að gefa því séns. Ég hef ekki en hitt þann mann sem hefur hort á alla seríuna og þótt hún ekkert minna en gargasta snild. Ég atla að reina að lýsa hérna smáveigis uppyggingu þáttana til þess að gefa pínku innsýn í það hvað menn eru að missa af (eingir spoilerar).
Michael Straczynski sem skrifaði flesst alla þættina langaði að gera þætti sem væru ein heil saga. Hann reifst við yfirmenn sína sem sögðu honum að það væri ekki hægt og að markaðurinn myndi ekki hafa þolinmæði til þess að fylgja sögunni eftir. Straczynski héllt fast í sitt, hann var viss um að almenningur væri þolinmæðari og gáfaðari heldur en yfirmenn hanns vildu halda fram. Stóru kallarnir gáfu loks eftir og B5 var sett á færibandið. Til varð fyrsta sjónvarpserían sem var með heila fyrirfram skrifaða sögu. Bygging á B5 seríunni er eins og byggingin á bók, fyrst kemur kynning á sögupersónum, flækja, hápúntur, úrlaust og svo lokun. Sagan er byggð upp á laukspælingunni, það er lag eftir lag eftir lag og þú já smátt og smátt kafar dýpra og dýpra og færð að vita meira og meira um allt sem sagan fjallar um. Straczynski tókst alveg snildarlega að gera þetta enda gerði hann ekkert annað í þau 5 ár sem serían var í vinnslu en að skrifa og passa að allt sem tengdist þáttunum væri gert eins og hann hafði séð fyrir sér. Honum tókst einnig að gera alveg frábæra persónusköpun og gaf áhorfandanum góða tilfiningu fyrir öllu umkverfinu og því sem áhrif hefur á gang mála á stöðinni.
Það er alveg skiljanlegt að menn hafa ekki svona bara dottið inn í þetta eins og með trekið. Það þýðir ekki að sjá bara 2 3 þætti af seríu 1 (kynning) gamanið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en fyrsta lagið af kvítlauknum fellur, trúið mér. Til þess að bæta við þetta vill ég benda á það að Michael Straczynski fékk í lið með sér nokkra af þeim sem skrifuðu upprunalega trekið til þess að skrifa þætti í B5 og má sjá ein þeirra tjá sig um seríuna í aukaefninu á DVD diskunum af seríu 1 ;). B5 kom líka með mjög skemmtilega geimflauga pælingar sem já meika sents!!, litlu árásaflaugarnar voru svo vel hannaðar að þeggar nasa byrjað var að hanna vinnuróbot fyrir sameiginlegu geimstöðinna höfðu þeir samband við Straczynski og báðu um teikningarnar af Starfurys, þeir sögðust ekki detta nein betri hönnun í hug svo þeir væru að íhuga að hanna robotið að hluta til eftir starfury teikningunum. Straczynski samþykkti með því skilirði að ef hönnunin yrði notuð skyldi robotið halda nafni fyrirmindar sinnar (Starfurie) og það var samþykkt.
Ég gæti komið með fleirri hluti sem ég kann virkilega vel við í þessum þáttum en já ég vill helst ekki fara yfir spoiler strikið. Ég vona að þetta blaður í mér sé nó til þess að vekja áhugan hjá einkverjum sem er að lesa þetta. Hinsvegar ef þú ert alveg hand viss um að B5 sé ömurlegt rusl og þú munir aldrei leiga það þá vill ég byðja þig um að taka eina spólu. Það voru gerðar nokkrar bíómyndir með B5 og heitir ein þeirra “in the begining” það er svoldið svindl að horfa á hana í byrjun en ef þú ert alveg viss um að þú sért ekki til í að horfa á alla fyrstu seríu til þess að verða húkt þá takktu allavega “in the begining” hún er soldill spoiler en hún gefur mönnum sem hafa ekki þolinmæði eða trú smá look á hvað þeir eru að missa af.