Undanfarið hefur verið rætt um hvað við ættum að horfa á þegar Enterprise fer í frí og þá var stungið upp á Farscape.
Af því tilefni langar mig að segja ykkur aðeins frá þessum þáttum.
Ég er sjálf nýbyrjuð að horfa á þá á DVD og umfjöllunin í þessari grein er að mestu leyti byggð á því sem ég veit eftir að hafa séð þættina þó að ég hafi fengið smá upplýsingar á http://www.farscapeworld.com/main.shtml. Ég hvet ykkur til að fara og kíkja á þessa stórgóðu heimasíðu.
Ég nennti ekkert að vera að þýða eða finna nöfn á hinar og þessar tegundir svo þið verðið bara að umbera sletturnar.
Farscape er vísindaskáldskapur eins og Star Trek en þar endar samanburðurinn eiginlega því þessir þættir eru miklu meira drama og innihalda miklu svartari húmor en Star Trek. Það er ekkert svart-hvítt í Farscape eins og er í ST og persónurnar þróast þar af leiðandi meira. Tæknibrellurnar eru fínar ekki síst brúðurnar hans Jim Henson's sem á heiðurinn af Prúðuleikurunum. Í guðs lifandi bænum ekki ímynda ykkur Kermit og Piggy því þá eruð þið á villigötum. Ef eitthvað er þá gerir þetta þáttunum kleypt að hafa öðruvísi geimverur en bara tvífættlinga með skrýtin enni.
Persónur, leikendur og sögusvið.
Þættirnir gerast einhversstaðar í óravíddum geimsins og fara að mestu fram á Moyru.
Moyra er geimskip, sem er lifandi en sú tegund kallast Leviathan. Moyra hefur engin vopn en hún flýgur mjög hratt. Flugmaðurinn er einfaldlega kallaður Pilot og hann lifir samlífi með skipinu. Hann segir áhöfninni frá því ef Moyra er hrædd, finnur til, eitthvað bilar og svo framvegis. Moyra eignast son Talyn en hann er afrakstur tilrauna, sem gerðar voru á henni og er ekki í jafnvægi.
Vondu karlarnir
Í fyrstu þáttaröðinni eru það aðallega The Peacekeepers, sem eru vondu karlarnir. Tegundin þeirra heitir Sebaceans og er mjög lík jarðarbúum.
Einn þeirra er Kapteinn Bialar Crais en hann hundeltir Crichton og áhöfnina á Moyru til að svala hefndarþorsta sínum. Hann vill nefnilega meina að dauði bróður hans hafi verið þeim að kenna.
Peacekeepers eru einskonar löggur eða her, sem aðrar tegundir ráða til að halda uppi lögum og reglu. Það hljómaði kannski ekki svo illa ef þeir væru ekki líka sjálfselskir og vægðarlausir þrælahaldarar, sem líta niður á aðrar tegundir og trúa því að hægt sé að “mengast” af þeim en viðurlaugin við slíku eru dauði eða útlegð.
Góðu karlarnir
John Crichton
Hann er geimfari og vísindamaður frá Jörðinni. Hann var í prufuflugi á nýrri geimskutlu, Farscape 1, að prófa sína eigin kenningu, þegar hann lenti í ormagöngum og spýttist út einhversstaðar óralangt í burtu. Þegar hann kemur út úr ormagöngunum er hann svo óheppinn að hann lendir í árekstri við eina Peacekeepers geymskutlu sem er ásamt fleirum í bardaga við áhöfnina á Moyru, sem inniheldur fanga að reyna að sleppa frá Peacekeepers. Þar með eru örlög hans ráðin því að í þessari geimskutlu var bróðir Crais.
Aeryn Sun
Hún er fyrrum Peacekeeper sérhæfð sem orrustuflugmaður og sérsveitarmaður. Hún hefur ekki þekkt neitt annað en herinn og er stálhörð. Í fyrsta þættinum þarf John að útskýra fyrir henni orðið “Compassion”. Hún verður meðlimur í áhöfn Moyru vegna þess að hún gerir þau mistök að verja Crichton þegar hann er ásakaður um að hafa myrt flugmanninn sem hann lenti í árekstri við. Hún er umsvifalaust úrskurðuð menguð og Crichton og félagar taka hana með sér á flótta. Hún er allt annað en ánægð með dvölina og vantreystir öllu og öllum. Hún á það sameiginlegt með Crichton að hún er ekki þarna af eigin vilja og myndi fara heim ef hún gæti.
D'Argo
Hann er Luxan tegundar. Hermaður sem tekinn var til fanga að ósekju af Peacekeepers fyrir að hafa myrt konuna sína sem var Sebacean. Óhætt er að segja að hann hati Peacekeepers jafnmikið og Worf í STNG hatar Romulans. Hann er risastór, rauðhærður með tattú og alles og er vægast sagt voða skrýtinn í útliti.
Zhaan
Hún er 800 ára prestur og læknir, Delvian tegundar. Hún er blá, hávaxin og sköllótt. Hún er næm á tilfinningar annarra og tekur að sér að vera mamman á skipinu. Hún sér eitthvað gott í öllum og hjálpar Crichton að aðlagast nýjum heimkynnum.
Rygel
Hann ótrúlega flott dúkka gerð af Jim Henson. Hann er Hynerian og var hæstráðandi á plánetunni sinni þar til frændi hans velti honum af stóli og seldi hann í hendur Peacekeepers. Hann er dekraður og eigingjarn heigull sem elskar að borða og prumpar vetni. “What? It's a perfectly normal bodily function!”
Chiana
Kom í miðri fyrstu þáttaröðinni.
Hún er Nebari tegundar og talin vera glæpamaður af sínu fólki vegna þess að hún er langt um frjálslyndari en þeir. Hún er mjög ung en gefur engu að síður áhöfninni á Moyru oft á tíðum góð ráð.
Hún á fyrst í ástarsambandi við D'Argo og síðan við son hans.