Nýlega gerðust Bioware(Baldur's Gate, Planescape Torment) og Lucasarts(Sam & Max, Monkey Island) partners, þar sem þeir munu vinna saman að nýjum star wars roleplaying leik. Þar sem Lucasarts hefur verið að skíta út slöppum leikjum upp á síðkastið, finnst mér tilvalið að þeir geri þetta. Leikurinn á víst að gerast 4000 árum fyrir Episode I og fjallar víst um bardaga milli Jedi Lords og Sith manna. Einnig hefur Lucasarts verið að íhuga samstarf með Verant Software(Everquest) og er verið að íhuga að búa til Star Wars Online RPG sem er bara fjandi kúl, nema það að allir eiga eftir að vilja vera Jedis.
Nú er bara að vona að Lucasarts fari að taka sig á. Þeir eru nú að vinna að Monkey Island 4 en í staðinn fyrir að hafa hann handteiknaðan eins og númer 3 þá mun hann vera teiknaður í þrívídd og eru flest allir frekar ósáttir við það.
[------------------------------------]