Geislasverðið er eins og allir vita hið öfluga vopn Jedi riddara, þó svo að hvert sverð fyrir sig sé einstakt þá er grundvallarhönnunin á þeim öllum hin sama.
Handfangið/skaftið er 24-30 cm langt og hefur það að orkukubb sem og einn eða fleiri kristalla, sjaldan fleiri en þrjá, en hlutverk þessara kristalla er að beina/fókusera orkunni sem kemur úr orkukubbnum þannig að það myndist þéttur, blaðs-ígildis geisli. Hinn mismunandi litur geislanna stafar af mismunandi eðli kristallanna sem geislinn kemur frá, lengd geislanna fer einnig eftir eftir þessum kristöllum. Eins kristlla sverð hefur ákveðna lengd (óbreytanleg), geisla sverða með 2 eða fleiri kristlla er hægt að breyta með því að snúa hnappi sem gerir fókus kristalnum kleift breyta endurkastsmunstrinu milli kristallanna.