Sæll Feigur.
Ef þú ert sanntrúaður trekkari sjálfur þarftu þá ekki líka að sýna “samvinnu og skilning, jafnvel á því sem þú ekki skilur”, einsog t.d. því að það sé til fólk sem falli alveg í stafi yfir ágætum Neo-trekksins, og finnist hreint í lagi að tjá sig um það?
Nei, ég segi nú bara svona. Það fellur alltaf svolítið um sjálft sig þegar fólk stígur á stokk og gagnrýnir fólk fyrir það að gagnrýna. Hljómar svona einsog orðatiltækið; “aldrei að segja aldrei”.
Það sem plagar sjálfsagt marga “eldri trekkarana”, ef ekki fleiri þá allavega sjálfan mig, er hvað trekkið hefur spillst. Auðvitað er hægt að breyta trekkinu eitthvað til að reyna að hala in hóp framtíðartrekkara einsog þú orðar það, en við þurfum að halda breytingum innan ákveðinna marka. Hvað gerist ef við gjörbyltum því? Hverju skilar það okkur?
Til að átta okkur á því þurfum við að spyrja okkur; hvað er trekkari? Hvað er trek? Ég held í fyrsta lagi ekki að það sjónvarpsefni sem nú ber nafnið Star Trek sé eitthvað sem elur þá göfugu hugsjón sem þú talar um í grein þinni.
Er það Star Trek? Ég held ekki. Þegar Star Trek var breytt var gengið of langt að mínu mati. Sjáum bara hvert þetta hefur leiðst.
Ég sé ekki fyrir mér annað en að Neo-trekkið sé bara ódýr afþreying með hasar, sprengingum, þunnum söguþræði, heiladauðum persónum, og konum með þrýstinn barm?
Elur það “framtíðartrekkara”?
Nei. Það elur framtíðaráhorfendur - vissulega, en þetta fólk hefur engan áhuga á glæstri hugmyndafræði Star Trek, or er því ekki trekkarar. Því er ég þeirrar skoðunar að þegar þú talar um að verið sé að halda Trekkinu á lífi og ala framtíðartrekkara hafirðu, því miður fyrir okkur öll, einfaldlega rangt fyrir þér.
Það er held ég þetta sem er að fara hvað mest í taugarnar á okkur. Auðvitað á sjónvarpsefni einsog ég lýsi að ofan rétt á sér, það er enginn að andmæla því held ég. Það má bara kalla það öðru nafni og sleppa því að tengja það Star Trek.
Ef áhorfendum Star Trek fer fækkandi einsog þú segir og ef við gefum okkur það að það sé vegna þess að hinir gömlu efniviðir Star Trek eigi ekki upp á pallborðið hjá ungum sjónvarpsáhorfendum nútímans er þá ekki bara rétt að leyfa því að lognast útaf? Hver er tilgangurinn með að halda því á lífi ef þú þarft að gjörbreyta því, jafnvel ræna það andanum, til að gera það?
Ég kann að meta það Star Trek sem var og hét, en ég sé enga ástæðu til að breyta því í byssu/brjóstahátíð til þess eins að halda því á lífi. Það sem mér þótti til þess koma er farið hvort eð er, sérstaðan er horfin.
Ef við viljum halda því á lífi þótt þurfi að gjörbreyta því þá held ég að það sem við viljum í Star Trek sækja sé fátt annað en geimskip og tæknibrellur, því af hverju ættu “trekkarar” að hafa áhuga á því sem eftir stendur?
Í stað þess að leyfa Star Trek að deyja heiðvirtum dauðdaga og lifa sterkt í minningunni er það dregið gegnum forina og síðustu leyfar virðingarinnar af því teknar.
Ég er sammála þér… íhugunar er greinilega þörf.
Kveðja,
Vargu
“Það elur framtíðaráhorfendur - vissulega”
og meira að segja það hefur klikkað…. það ríkir einmitt mikil óvissa um framhald þáttana vegna þess að þetta á ekki mikið upp á pallborðið hjá hinum almenna áhorfanda
kærastan mín sem er ekkert sérstaklega hrifin af star trek, hefur þó mun mun meira gaman af því að horfa á t.d. myndirnar eða tng eða jafnvel ds9, frekar en enterprise…. henni finnst það einfaldlega vera barnalegir þættir, með barnalegum samtölum persóna [svona morgunsjónvarps-cartoonish] og yfirkeyrðri pólitískri rétthugsun
meira að segja tilraun framleiðendana til að sex-it-up kemur illa út… í staðinn fyrir að það sé einhver raunveruleg kynferðisleg spenna eða rómantík, þá virðast handritshöfundarnir skrifa atriðin eins og 15 ára strákar á gelgjuskeiðinu [no offense til 15 ára stráka]
það var 1 atvik í nemesis, svokallaða “nauðgunaratriði” sem var draumatriði, annað atvik í enterprise, sem sýndi einhverskonar atlot, en það var einnig draumur eða álíka…
nota bene, ég hef ekkert á móti kynferði í star trek, þar sem það er nú eðlilegur hlutur af mannlegu eðli, en þegar það er svona þvingað og líkara unglingafantasíum en raunverulegum samskiptum fullorðins fólks, þá finnst mér það hálf klúðurslegt
“Það má bara kalla það öðru nafni og sleppa því að tengja það Star Trek.”
var það ekki einmitt sem þeir gerðu með enterprise :)
annars held ég að ástæðurnar fyrir því að þetta sé byggt á star trek heiminum séu
1)fá sjálfkrafa miklu meira áhorf og þurfa ekki að byggja upp áhorf eins og flestar nýjar seríur, t.d. með því að vera intersting
2)fá miklu meiri peninga til verksins út af ástæðu 1.
3)halda að annað sjö ára job sé tryggt [þ.a.l. leggja sig minna fram til þess að halda jobbinu]
4)“merchandisin, merchandising, merchandising” [yogurt úr Spaceballs]
5}Heill heimur af persónum, kynþáttum og sögu til þess að gera sér mat úr, í staðinn fyrir að þurfa að þróa nýjan heim fyrir sögurnar
p.s.ég hef heyrt mikið af góðum hlutum um farscape, og ætlað að kíkja á hana lengi en aldrei komið mér til þess, hefur þú horft á hana og hvernig fannst þér ?
0
Að mínu mati er Farscape besta Sci-Fi ópera í sjónvarpi núna og mér finnst það vera stórfurðulegt að þeir vilji cancella því.
[------------------------------------]
0
Farscape eru meiriháttar, á allar seríurnar, verulega góðir og vel skrifaðir þættir.
Þeir tala lang mest…sem geta ekkert.
0
Reyndar er fjórða serían af FarScape mikið búin að dala og þættirnir virkilega óskiljanlegir (og fjandinn hafi það, leiðinlegir) og ástæða þess að þeim verður hætt ku liggja í því að serían nær ekki til nýs áhorfendahóps (þ.e. maður verður að hafa horft frá byrjun til að skilja hvað er að gerast).
Samt eru þetta án efa “flottustu” geimþættir sem hafa verið gerðir.
0
já, til að þættir séu góðir þá verður sería að ná að gera bæði… bæði meika sens fyrir þeim sem hafa horft lengi og vera aðgengileg
0