Félagar, það sem flestir hérna virðast ekki gera sér grein fyrir er að nýja ent serían er ekki bara gerð fyrir hinn gamla hardcore trekkara, það er greinilega verið að sækja í nýjan og ferskan áhorfendahóp, sem er einmitt það sem Star Trek vantar. Áhángendum startrek fer fækkandi, það er staðreynd. Það er verið að rækta stærri hóp framtíðartrekkara sem verður líklega til þess að trekkið lifir áfram og við getum liðið útaf í sófanum og látið okkur dreyma áfram.

p.s.

Miðað við skrif sumra hér á undan mér fynnst mér eins og sum ykkar siglið undir fölsku flaggi sem trekkarar. Ágreiningur og meiðirðngar er ekki hluti af því sem trekkið boðar og þetta ættuð þið að vita og virða. Samvinna og skilningur, jafnvel á því sem þið skiljið ekki ( if you know what i mean? ).

Með kærri kveðju og von um batnandi samhug í verki.

- Feigur -
Þeir tala lang mest…sem geta ekkert.