Mér þykja undanfarinn misseri skrif hérna á þessu áhugamáli vera orðinn niðurdrepandi og leiðinleg, það er einmitt þessi bölsýni sem er að gera trekkinu svo erfitt um völl í dag. Það eru trekkaranir sjálfir eru að brjóta trekkið niður, ekki alveg það sem að maður bjóst við. Allir eru allt í einu orðnir sérfræðingar um kvikmynda og þáttagerð, ekki ánægðir með neitt, ekkert er nægilega gott. Fyrirgefiði, en mér þykir þetta óþægilega líkt krökkum sem mega ekki fá nammi í búðinni þegar að mamma og pabbi eru að versla, og fara að skæla og röfla. Það mætti flengja sum ykkar fyrir niðurdragandi skrif ykkar hér. (Ég nenni ekki að fá svar frá 13 ára strák um að ég ætti að reyna það bara). Reynið að vera ánægð með þetta, þeir hjá rúv eiga lof skilið þykir mér fyrir að vera með enterprise, og það eftir kl 17:00 á daginn.
Hérna er hugmynd: Tölum við það ágætu menn hjá rúv um að hafa STAR-TREK sunnudag 3x á ári, allan daginn ekkert nema trekk. Áhorfið yrði þvílýkt, það vitum við öll, þættir á daginn og myndir um kvöldið. Þeir hjá sky gerðu þetta reglulega og viti menn það gekk flott.Bara að stað með undirskriftarlista og formlega beiðni, göngum bara í þetta og fáum þessu framgengt. Með bjartsýni og von að vopni.
Ég get sagt það fyrir mitt leyti að ég sæti 24/7 fyrir framan imbann með kók og nammi í kílóvís þá sunnudaga og hundrað menn gætu ekki dregið mig burt.
Með von um upplífgandi og skemmtileg svör,
- Feigur -
Þeir tala lang mest…sem geta ekkert.