Ég er sammála sumum hérna um það að hér er nánast dautt. Það er enginn að skrifa neitt.
En ég var að lesa einhversstaðar á netinu (man ekki hvar) en þar voru menn að segja að Stormsveitarmenn hittu ekki neitt í myndunum.
Ég var nú ekki sammála þessu og sést það vel í söguþræðinum og nefni ég hér nokkur dæmi.
Fact og life, reynið að hitta eitthvað sem er á harðahlaupum og jafnvel skýtur á móti. Öruggt að menn hitta ekki vel þá.
ÞEgar Svarthöfði ásamt Stormsveitarmönnum náðu Tantive IV í byrjun ANH, þá gengu þeir frá þeim sem biðu þeirra.
þegar Han, Lilja, Loðinn og Logi (nota gömlu íslensku nöfnin) voru að yfirgefa Helstirnið þá hittu þeir ekki neitt, auðvitað gerðu þeir það ekki þar sem Grand Moff Tarkinn hafði í samráðu við Svarthöfða leyft þeim að sleppa. Þá er nú ekki hægt að drepa þau.
Stormsveitarmennirnir rústuðu uppreisnarseggjum á Hoth.
Ein Stormsveitarmaður hitti C-3PO í einu herberginu.
Þegar Logi var kominn í skýjaborgina hans Lando þá máttu Stormsveitarmenn ekki skjóta hann. Því að keisarinn vildi reyna snúa honum til myrku hliðarinnar.
Á Endor gerðist eitthvað óskiljanlegt. En kannski eitt orð, sklruliðahernaður. Víet-kong tókst að stráfella bandaríska hermenn í skógum víetnam, því að bandarískir hermenn voru ekki vanir að berjast í þessu landslagi. KAnnski var það þannig með bangsa kvikindin, þeir þekktu svæðið sitt. Og Stormsveitarmenn keisarans ekki vanir að berjast í þykkum skóginum.
Bara svona hugleiðsla. Endilega gagnrýnið hana og komið með rök á móti eða með.