Eins og margir hafa áhyggjur af, þá er Star Trek að verða of mainstream. Þetta er sorglegt en einnig satt. Til dæmis má geta að Star Trek fær nú orðið bara tilnefningar fyrir Technical Achievements. Þættirnir eru að verða innantómir drama þættir eins og Bold and the Beautiful(kannski einum of mikil staðhæfing). Á meðan Star Trek sópar verðlaunum fyrir tæknileg framför þá eru aðrar sjónvarpsseríur að fá öll góðu verðlaunin. Babylon 5 fékk oft til dæmis verðlaun fyrir “Best script and Story” eða eitthvað álíka. B5 var líka miklu safaríkara en DS9. Kannski ekki mikil hugsjón bakvið B5 en Michael J. Straczynski er rithöfundur af guðs náð og hann skrifaði sögu sem hann vildi segja, ekki sögu sem fyrirtæki gætu grætt á. Star Trek: The Next Generation var svoleiðist en allt tapaðist eftir andlát Roddenberrys. Eina serían sem lifir enn eftir andlát hans er Earth Final Conflict sem fjallar um hinn mannlega andleika og hversu mikill hann er. Það er spurning hvort að Star Trek nái nokkurn tímann að uppgötva rætur sínar aftur. Við getum bara beðið og séð til og um leið vonað.

Annars skulum við bara horfa á Voyager sem er gott út af fyrir sig jafnvel þótt að það er orðið svoldið mainstream. Seven var sett inn í söguþráðinn einungis til þess að auka áhorf, en hefur að vísu þróast í eitthvað betra. Kannski á Star Trek von. En á meðan Paramount eru að átta sig á hlutum, þá er FarScape, Earth Final Conflict og aðrar seríur að hirða allan áhorfendahópinn.
[------------------------------------]