Ég reyndi að koma mér inn í þáttinn, talaði aðeins við mömmu sem fór svo allt í einu að tala um að Nexus forsýningin væri eftir þrjú korter!
Ég hafði gefið mér það að þetta væri að gerast í næstu viku, svo að ég var ekki búinn að kaupamiða eða neitt. Hringdi í frænda minn snögglega til að sjá hvort hann gæti skutlað mér, líka nið'rí Nexus. Svo þurfti hann ekki að gera það, heldur reddaði miða fyrir mig. Svo fórum við inn, biðum í 10 mínútur eftir poppi og kóki, aðrar 10 eftir sýningunni og svo hlustuðum við á þessa fínu ræðu varðandi myndina, verðlaunaafhendingu, svo aðrar 15 mín. í trailera á myndum sé ég væri reyndar alveg til í að sjá, (ekki allar!!), og svo kom stóra stundin.
Tónlstin hófst með gífurlegum drunum, og við fylgdumst með orðunum Star Trek Nemesis birtast úti í geimi, með öfugum R-um og T-um. Svo flaug myndavélin nokkur ljósár að plánetunni Rómúlusi, beint að hinu annars frábærlega vel gerða Rómúlska þingi þar sem að fundur var í gangi. OK, ég skildi hvað átti að fara að gerast og á enda atriðisins opnar ein Rómílska konan rauða kúlu og labbar út. Svo eftir smá stund spýtist út grænt ljós með viðeignandi orku-snjokornum sem breytti öllum rómúlsku þingmönnunum í stein. Þessi leisersýning var svo útskýrð síðar sem “Thelaron radiation”. OK. Atriðið var mjög flott á allan hátt nema hápunkturinn. Þetta græna ljós fannst MÉR (tek það fram, persónuleg skoðun) soltið svona óeðlilegt.
Myndin var frábær, hasaratriðin 70% af henni, hægu atriðin áttu öll rétt á sér, grafík var í toppi, yfir Star Wars myndunum nýjustu, geimorrustur ótrúlega flottar, nýju Herfuglar Rómúlanna viðbjóðslega cool. Remanarnir snilldarlega hannaðir, dauði Data dramatískasta atíði í sögu Star Trek, frábærlega gert, dauði Shinzon ekki eins dramatískur, frekar svolítið ógeðslegur, en mjög flottur.
Tvö frábær bregðuatriði voru í myndinni; þegar að Riker klifrar um í rásunum og Ríkisstjóri Shinzons stekkur niður úr loftinu (fæturnir á mér ætluðu bara ekki að stoppa að hristast); og svo þegar að Ríkisstjórinn týnir Riker sem birtist út úr hliðarskoru og sparkar í hann.
Gaman að sjá Wesley þó að það hvernig hann snýr aftur hafi verið klippt burt vegna lengdarörðugleika. Brúðkaupið mjög skemmtilegt og raunar öll hin hæga byrjun. Húmorinn var í lagi allan tímann, þessi t´píski Star Trek húmor sem aldrei bregst. Já, vitiði, það var ósköp fátt sem mér fannst slæmt. Það sem að AstaV segir um myndina í greininarsvarinu í greininni á undan, truflaði mig ekkert og ég get ekki fundið neitt að reyndar.
kariemil
P.S. Búningar Remananna og Shinzons sem ískruðu svona skemmtilega, voru alger snilld. Þetta hljóð var svona 50-50 blanda af pirringi og ótrúlegri fyndni…
Af mér hrynja viskuperlurnar…