En svo er nottla spurningin um það hvort það sé bara ein tímalína, eða hvort það myndist önnur samsíða tímalína þegar einhverju er breytt í annari tímalínu. Tökum sem dæmi, paralell universe sem hefur sést í nokkrum þáttum - er þetta í rauninni annar heimur eða samsíða tímalína sem myndaðist þegar einhver fór aftur í tímann og breytti einhverju smávægilegu, eikkutímann fyrir hundruðum ára síðan.
Kannski er þetta bara Q eitthvað að fíflast og leika sér, kannski er tíminn eins og stór akur fyrir honum og hann sáði í hann fyrir einhverjum milljónum ára og er að líta á uppskeruna sína núna.
Hvernig var það þegar Worf var alltaf að taka eftir einhverjum breytingum á umhverfinu hjá sér í þætti sem ég man ekki hvað heitir, en svo kom það í ljós að hann var í rauninni að skoppa á milli tímalína, þarna á þessum stað þar sem Enterprise var skárust allar þessar línur í einum punkti, það birtist hvert Enterpriseið á fætur öðru. Þetta voru í rauninni allt línur með öllum mögulegum og ómögulegum útkomum á framtíðinni.
En ég er bara farinnn að rausa…hættur…búinn…
Reyni