Hugmyndinni um jól og trú yfirhöfuð hefur alltaf farið lítið fyrir í star trek. Gene Roddenberry sagði einhverntíman að hann áliti að það ef maðurinn myndi ná að lifa af 20 og 21 öldina að þá myndi jörðin hafa sameinast, líkt og ríki bandaríkjana gerðu. Og einn af rauðu þráðunum á bakvið þessa hugmynd er að trúariðkun muni minnka eða að minnsta kosti verða að persónulegum hlut, en ekki skipulögðum trúarbrögðum með kirkjum, söfnuðum, kenningum um aðra trú, og öllu tilheyrandi, til að sameina plánetuna og sporna við átökum svipuðum eins og þeim sem við sjáum um allan heim þessa dagana, sérstaklega í miðausturlöndum.
En þetta er árið 2002. Star trek er bara sjónvarpsþáttur, og hvort sem þið haldið upp á jólin til að njóta tíma með fjölskyldunni eða minnast sonar guðs eða allt þar á milli, þá óska ég ykkur gleðilegra jóla, fyrir hönd áhugamálsins Star Trek.