Þú baðst mig um að vinna smá heimavinnu áður en ég segði að Episode 2 yrði léleg, RatKing, en þér datt aldrei í hug að ég vissi þó nokkuð mikið fyrirfram. Það eru margar ástæður fyrir óhjákvæmilegri lélegð Episode 2 og hér á eftir eru nokkrar ástæður:
Hayden Christiansen: Hver er það? Hann er ömurlegur leikari sem fer með hlutverk í lélegum Hallmark sápuóperu-sunnudagssjónvarpsmyndum sem enginn nennir að horfa á. Það er staðreynd að George Lucas var á einhverju sterku þegar hann var að leita að Anakin (James Van Der Beek, Ryan Phillipe og hálfvitinn úr S-Club 7 komu allir til greina) og svo virðist sem að hann hafi dottið á versta kostinn.
Sú staðreynd að Liam Neeson, sá eini sem eitthvað var varið í í fyrri myndinni (fyrir utan Natalie Portman), verður ekki í nr. 2 gerir það að verkum að eini “alvöru”leikarinn verður Samuel L. Jackson og hann hefur staðfest það að hann muni taka þátt í light-sabre bardaga sem staðfestir það hversu heimskur Lucas er: Hver vill sjá Jackson með geislasverð? Hann er SHAFT!!!
Svo má náttúrlega ekki gleyma því að yfir 90% fyrri myndarinnar voru tæknibrellur (þar sem Jar Jar Binks tók mest pláss) sem þýðir að álíka mikið af þeim verður í þessari næstu. Er þetta góð þróun? NEI! Tæknibrellur mega vera í myndum ef þær eru notaðar í hófi, en ekki þegar þær eru í aðalhlutverki.
Einnig hefur verið sagt að Episode 2 verði “rómantíska” myndin í seríunni. Er verið að höfða til allra markaðshópa, eða hvað? Það er nefnilega staðreynd að flestir þeir sem greiddu sig inn á Episode 1 voru karlmenn, svo að Lucas hefur ákveðið að gera svo sem eina mynd fyrir konurnar. Sem sannar það bara að hann er að gera þessar myndir fyrir peninga. Þegar myndir eru gerðar fyrir peninga og engin önnur hvatning en peningar og meiri peningar liggja að baki er næstum því öruggt að myndin verði léleg. Sástu Godzilla???
Allt þetta, og svo það að Episode 1 var ÖMURLEG, gerir það að verkum að Episode 2 þarf að gera eitthvað mjög mikið til að valda ekki vonbrigðum (t.d. haft atriði þar sem Jar Jar deyr kvalafullum og löngum dauðdaga) en ég efast um að Lucas (sem nýverið réð annan handritshöfund til að klára handritið sitt) hafi nógu skýran koll til þess.
En það er bara mín skoðun…
Ég afsaka allar mögulegar stafsetningavillur - ég er að flýta mér og nenni ekki að fara yfir þetta….