Svo er það Nemesis. Síðan að Star Trek 6 kom út hafa allar Star Trek myndir komist á toppinn. Nemesis komst ekki á toppinn en helst í 2. sæti. Þetta eru svo sem ekkert svo slæmar fréttir nema bara hvað, að Made in Manhattan með Jennifer Lopez er í fyrsta sætinu. Þetta hefur orðið til þess að framleiðendurnir B&B missa trúna á Star Trek og hætta.
Ég veit ósköp vel að Brannon og Berman eru ekki fullkomnir en þeir eru þó einhverjir. Vonandi verða þetta ekki endalokin, reynum að finna leiðir til að halda Trekkinu gangandi, tökum saman höndum og öskrum úti á götu “Lifi Trekkið”. Bara svona smá joke. En í alvöru, reynum að finna eitthvað til að gera.
Mín uppástunga: Allir að mæta á frumsýninguna og fá vini sína sem horfa venjulega bara á Star Wars, með, og sýnum þeim hvað í Star Trekj býr. Þá kannski trekkast þeir upp og gera það sama því að ég held að þetta sé mjög góð mynd. Þá getum við náð upp stórri frumsýningarhelgi og Paramount fær að vita það!
_______________________________________________ ____________________
Aftur: Lifi trekkið!!!
kariemil
Af mér hrynja viskuperlurnar…