Hér kemur fyrsta grein í umfjöllun um dýrategundir í Star Wars.
Þetta er all svakalegt dýr, 5 metra hátt, gengur um á 2 jafnskjótum og býr yfir ýmsum eiginleikum skriðdýra. Kvikindið hefur afbrigðilega langa handleggi, gífurlega hramma og beittar klær.

Eitt gæludýra Jabba the Hutt er (réttara sagt - var) einmitt einn svona viðbjóður, hann fékk það í afmælisgjöf. Það er geymt í sérstakri gryfju í eyðimerkurhöllinni hans Jabba á Tatooine. Dýrið sér um að skemmta Jabba og félögum með því að tæta í sig einstaklinga sem Jabba kærir sig ekki um, s.s. starfsmenn, tónlistarmenn og aðra sem hafa brugðist honum.

Þetta er einmitt kvikindið sem Logi Geimgengill barðist við í Episode VI - Return of the Jedi.