First off vill ég hrósa munda með myndskeiðs fítusinn… þvílík argasta snilld!!!

Næst vill ég benda á það að núna eru 57 búnir að svara könnuninni og af þeim misstu 40% af seinasta þætti. Þar á meðal ég. Ég er einlægur ST fan en er bara búinn að sjá 1 þátt úr þessari syrpu. Á sunnudögum átti ég minn heilaga tíma þar sem bannað var að hringja í mig eða trufla á nokkurn annan hátt, stundvíslega kl 18:00. En núna er öldin önnur :(

Ég skora á Merlin að gera þennan php undiskriftarlista að veruleika og síðan skulum við koma honum á framfæri. Ég vill eiga mína vikulegu Star Trek stund, en allur tími fyrir klukkan 20 á virkum dögum eða fyrir klukkan 16 um helgar gengur bara ekki. Þetta er þáttur fyrir “mature audience” og tími til kominn að Stöð 1 fari að sýna þetta á þeim tíma. Það væri skrýtið ef t.d. X-Files eða annað kvöld sjónvarpsefni færi að birtast í dagskránni fyrir fréttir.

Live long and prosper,
Roland

- http://kasmir.hugi.is/Roland
p1mp.Roland