:: how jedi are you? ::
Star Trek X
Þá er það orðið nokkuð ljóst að tíunda myndin verður gerð. Von er á að hún verði frumsýnd í nóvember 2001 í USA(Thanksgiving helgina)og miðað við undanfarnar myndir yrði hún þá synd hér um páskana 2002. Áætlað er að tökur hefjist strax eftir áramótin. Samkvæmt viðtali við Rick Berman þá er búist við myndin verði með soldið ferskari blóði en hingað, þar sem einn af handritshöfundum sem kemur að myndini hefur aldrei gert handrit fyrir StarTrek áður eins og var með hinar myndinar. En þessi maður( guð veit hvað hann heitir) hefur gert handrit að myndum eins og Any Given Sunday, Gladiator og hinni slökku mynd Bats. Verður gaman sjá hvort komi eitthvað nýtt blóð inni myndaflokkin. Eins og áður mun myndin snúast um Enterprise crewið (Next Genaration). Vonandi mun kenning um Odd number curse, sem virðist eingöngu loða við StarTrek, ganga því þá ætti þessi mynd að vera talsvert betri en seinnasta mynd, Insurrection. Mér er bara farið að hlakka til.