Komiði allir heilir og sælir blessuðu Star Wars fan. Mig langar að velta svolitlu fyrir mér með ykkur. Það sem ég er að velta fyrir mér er að hvað gerðist fyrir þá Lucas og félaga í gerð þessara nýju mynda? Ég meina, þetta er ekki sambærilegt við hina klassísku og mjög svo snilldarlegu fyrstu þrjár myndir. En svona rétt áður eb ég byrja að þá er rétt að benda á að ég hef mjög gaman af Star Wars og er ekki einhver gaur sem er eingöngu að leita að rifrildum.
Ég sá fyrstu þrjár myndirnar fyrir löngu, löngu síðan og þá var gaman. Ég man eftir alls konar bókum og svoleiðis dóti sem ég las og svo einnig öllum leikföngunum sem mér þótti gaman að leika mér með (ég held að frændi minn hafi átt eitt stærsta safnið á sínum tíma og því ósjaldan farið þangað :p) Síðan gerðist lítið hjá mér og það var ekki fyrr en að þeir endurgerðu fyrstu 3 myndirnar að áHUGInn vaknaði aftur. Ég keypti mér spólusafnið og fór á allar myndirnar í bíó. Síðan gerist það að þeir ákveða að gera 3 myndir til viðbótar og óhætt að segja að mínum hafi hlakkað til.
Ég var úti í Bandaríkjunum sem skiptinemi þegar Episode I kemur út (sem by the way ég kalla fjórðu myndina) og ég fór á hana án þess þó að gera alltof miklar væntingar því á þessum tíma hafði ég margt annað að hugsa um. Ég varð fyrir einhverjum mestu vonbrigðum á ævinni þegar ég horfði á hana (3 mánuðum fyrr heldur en flestir hér hí hí). Söguþráðurinn kominn í þriðja sæti á eftir brellum og tökum. Samt sem áður keypti ég spóluna og er búinn að horfa á hana nokkrum sinnum og þótti hún svo sem allt í lagi þegar ég var búinn að venjast henni.
Þá kom út fimmta myndin Episode II. Það var eitthvað það mesta rusl sem ég hef á ævinni minni séð held ég og ég ætla EKKI að kaupa hana því ég tími ekki einu sinni tómum tölvudisk til að skrifa hana af netinu!
Nú er ég að hugsa og spá, hvað gerðist, hvað er að? Er málið kannski það að George Lucas og þeir séu að reyna of mikið að elta uppi alla markhópa sem til eru eða eru þeir bara búnir að missa það? Getur það kannski verið að Star Wars sé bara ekki alltof gott eftir allt saman (ég vona ekki), ég meina, ég hef ekki skemmt mér eins vel yfir fyrstu þrem myndunum eftir að síðustu tvær komu út því þær eru búnar að skemma þetta ævintýri sem mér þótti svo vænt um.
Getur kannski málið verið það að fólk geri alltof miklar væntingar til Lucasar of þeirra eftir að hafa séð byltingu gerast í kvikmyndaiðnaðinum með fyrstu þremur myndunum? Hugsanlega, en samt sem áður tel ég að þeir hefðu geta gert miklu betur!
En það sem skiptir kannski meira máli er, hvað finnst ykkur?