Ég gerði könnun um þessi ósköp hérna á SW áhugamálinu og þar sem flestir virðast hafa áhuga að vita hvað þetta er eða sjá það, ætla ég að skrifa smá grein um Star Wars Holiday Special. Þetta er fyrsta greinin mín á Huga þannig að sýnið smá þolinmæði =).
Star Wars Holyday special var 2 tíma þáttur sýndur á CBS stöðinni November 17, 1978. Þegar George Lucas var spurður um þáttinn fyrir nokkrum árum sagði hann að hann vildi helst brenna allar vídeospólur sem þessi hryllingur væri á.
Allir leikararnir úr fyrstu Star Wars myndinni nema Alec Guinnes mættu á staðinn og sögusagnir eru um að Carrie Fisher hafi verið algerlega útúrdópuð.
Vinsælasti parturinn af þessu prógrammi er um það bil 11 mínútna löng teiknimynd þar sem Bobafett kemur fyrst við sögu.
Söguþráðurinn er eitthvað á þá leið að Han Solo og Chewie fara til heimaplánetu Chewie, Kashyyyk, til að halda upp á “Life Day”, Sem er eins konar jóla hátíð Wóokie-a. Það sem á eftir kemur eru 90 mínútur af Wookía væli, Leia syngur lag, ílla, og nokkrir, þá útbrunnir, leikarar komu fram sem gestir. Eitt það versta er Harry Korman sem leikur nokkur hlutverk. einnig er Bea Arthur sem lék í Golden Girls sem Ackmena, eigandi Mos Eisley Cantínunar.
Star wars Holiday special er af flestum aðdáendum talið lægsta móment Star Wars seríunar og aðeins hard core aðdáendur hafa getað nennt að glápt á ósköpin. Yfirleitt af einskærri forvitni.
Það eru nokkrar síður á netinu þar sem hægt er að lesa meira og jafnvel dánlóda geðveikinni á Kazaa ef einhver skyldi hafa áhuga og ef þið eruð hugrökk =).
http://www.teleport-city.com/movies/reviews/biza rro/starwars.html
Mun ýtarlegri grein
http://www.lucasfan.com/swtv/index2.html
Mynd ir og fullt af efni
http://www.timewarptv.com/site/programs/Star_Wa rs_Holiday_Special/
Myndir og smá ummfjöllun, hægt að sækja lagið sem Leia syngur sem mp3 skrá.
http://jfswt.tripod.com/eng/txt/txt-special.ht ml
Handritið… ef svo skyldi kalla.
————–