Sælir félagar, eða fellow nörds, ef ég leyfi mér að ganga svo langt.

Ég var að hugleiða hvort að þið væruð eitthvað inn í Star Trek bókunum og ef þið væruð í stuði til þess að nefna nokkrar góðar og örstutta lýsingu á þeim…

Hérna kemur smá yfirlit yfir dótið sem ég hef lesið

Fury serían, ég er búin að lesa hana alla, þetta eru fjórar bækur ein í TOS, ein í TNG, ein í DS9 og ein í VOY.. þetta er ein saga um gamlan (og sveittan) óvin sambandsins, sem hefur aldrei sést í þáttunum… mjög spennandi..

ST VOY - The Escape
Ein fyrsta bókin í Voyager seríunni og ég held að hún hafi skrifuð aðeins eftir fyrstu 2-3 þættina, eða jafnvel áður en serían byrjaði. Mjög fersk að því leiti því að persónurnar eru mun meira lifandi en þær eru nokkurn tíman núna í 5 og 6 ári seríunar.
Tímaflettan í bókinni er ein sú frumlegasta sem ég hef “kynnst” í Star Trek heiminum.

hmmm arg…. ég skrifa meira inn í kvöld þegar ég er með bækurnar fyrir framan mig..