Ástæðan er sú að áhugamálið er nokkuð “dautt” og sama hvað er reynt til þess að lífga það við, þá eru ekki nema örfáir notendur sem að koma reglulega hingað inn.
Það er ekkert sérstaklega gaman að vera stjórnandi á áhugamáli þar sem það kemur að meðaltali inn ein mynd á þriggja vikna fresti (yfirleitt frá sama notendanum), einu korkarnir sem koma eru frá sama notendanum (samt ekki þeim sem senti inn myndirnar), greinar eru óséðar og sömu kannarnirnar eru inni mánuðum saman.
Ég gerði mitt við að reyna að lífga upp á áhugamálið, en lítið tókst. (ATH bannerakeppnin sem að átti að vera hérna um áramótin, en það kom enginn banner inn :/ )
Fyrir svona 2 árum var ég mjög aktív hérna og ég senti inn fullt af greinum, myndum, korkum og könnunum um uppáhaldssápurnar mínar. En núna eru þær annaðhvort hættar eða ég hætt að fylgjast með þeim þannig að ég sé enga ástæðu til þess að ég sé stjórnandi hérna lengur.
Að mínu mati (veit ekki hverjir eru sammála) finnst mér að áhugamálið ætti að sameinast við e-ð annað áhugamál (eins og sjónvarpsefni), gæti verið að fleiri færu inn á það áhugamál.
Ég óska heidal og vettlingurinn “góðrar gengni” með áhugmálið, og vonandi á það einhverntímann eftir að vera aðeins vinsælla en það er núna.
Ég þakka fyrir “samstarfið” á áhugamálinu og ég vona að það komist einhverntímann í lag :)
-Kjutipae
Lastu Þetta?..