Það er ný Suður-Amerísk sápuópera sem heitir Ser Bonita No Basta á spænsku, Beauty is not enough á ensku og Forboðin Fegurð á íslensku.
Veit eiginlega ekkert um hana, en þetta stendur í Morgunblaðinu í dag:
NÝ s-amerísk sería hefst á Stöð 2 kl.9:20. Þrjár hálfsystur hafa verið aðskildar frá fæðingu en eiga margt sameiginlegt; en sérstaklega það að þær bjóða allar af sér þokka sem þær hafa alla tíð liðið mjög fyrir.
Já, og svo eru nokkrir af leikurum úr Valentinu sem leika í þessum þætti:
Marianela González/Pandora leikur Esmeralda Falcón (ein af systrunum)
Hugo Vásquez/Jordi leikur Orlando Álvarez
Nathalie Cortez/Jessica Lopez (mamma Chiqui) leikur Etelvina Martínez
og
Ana Beatriz Osorio/Beatriz leikur eitthvað gestahlutverk, en ég finn ekki hvað persónan heitir…
:)
Þessir þættir eru yngri en Valentína, síðan 2005, en Valentina er síðan 2002.