Sko, ef þú eyðileggur fyrir öðrum með því að segja hvað á eftir að gerast í einhverjum þætti sem er ekki búið að sýna á Íslandi þá er það spoiler. Segjum t.d. ef þú myndir komast að því að einhver persóna í þætti eigi eftir að deyja og þú skrifir um það á sápuáhugamálinu. Þá er það spoiler og það má ekki því fólk vill yfirleitt ekki vita eitthvað svona.
Já það er alltaf svo leiðinlegt annars vill enginn koma ég þessa síðu útaf því að það er alltaf eingverjir að segja svona já þessi á eftira ð deyja og allt þanneig.
ef eingver sagði að Nathan myndi deyja til dæmis í flugslysi eða eitthvað. Og það væri ekki búið að gerast hérna á Íslandi. Þá er verið að eyðileggja fyrir öllum hinum.
stjórnendur setja sínar reglur, karat vil kanski ekki lesa spoilera, en hún þarf að fara í gegnum efni sem kemur inná áhugamálið, óþarfi að skemma fyrir stjórnendum líka :) það eru leyfðir spoilerar á spenna/drama, í þessum þáttum er nú alltaf drama þannig þið getið alveg farið þangað með spoilerana ykkar ;)
En gildir ekki það sama um myndir sem eru samþykktar á áhugamálinu? Þetta er nú ansi tæpt finnst mér: http://www.hugi.is/sapur/images.php?page=view&contentId=4626620 Á þá að banna þann sem sendi þessa mynd inn og líka stjórnandann sem samþykkti hana? :þ
Veit það er langt síðan þessi mynd var send inn en langaði bara að forvitnast um efni mynda sem má senda hingað inn..
Ég fylgist ekki með þessum þáttum svo ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast á þessari mynd. Hins vegar er það alveg rétt hjá þér að þannig myndir á ekki að birta. Ég þakka bara kærlega allar ábendingar um slíkt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..