Ég vil minna á að við erum með reglur í sambandi við myndasendingar. Það er ansi langt síðan ég sendi inn tilkynningu þess efnis en reglan er sú að hver notandi á ekki að senda inn meira en 7 myndir í viku, þ.e. miðað við eina á dag. Einstaka aðilar hafa verið að senda inn myndaflóð og ég ætla að biðja viðkomandi um að senda myndirnar sínar bara inn aftur, eina á dag.

Þetta auðveldar stjórnendum tölvuvert að fara yfir myndir, enda þarf stundum að fara í gegnum gamlar myndir til að athuga hvort þær hafi verið birtar áður.

Takk fyrir.

Karat.