Mig vantar sjálfboðaliða til að skrifa um ýmsa þætti í góðgætið. Ég hef ákveðið að fleiri þættir muni skipa sess þar. Mig vantar einhvern eða einhverja til að skrifa um persónurnar í viðkomandi þáttum og segja frá því um hvað þátturinn er. Það mega fleiri en einn skipta einhverjum þætti eða persónum á milli sín.
Þættirnir sem ég ætla að taka þarna inn eru: My Swee t Fat Valentina, Beverly Hills 90210 og Melrose Place.
Einnig vantar fólk til að skrifa uppfærslur um One Tree Hill og The O.C.
Sendið mér skilaboð eða svarið hér fyrir neðan ef þið hafið áhuga á einhverju af þessu. Þeir sem skrifa fá nafnið sitt fyrir neðan í góðgætinu og að birta sitt efni líka sem grein. Fínt væri að fá líka myndir af persónunum.
Vonandi koma einhver viðbrögð.