Greinaátak í júní Kæru sápuunnendur.

Nú eru flestir námsmenn að byrja sumarfríið sitt og því alveg upplagt að skrifa eins og eina sápugrein.
Í þessu nýja greinaátaki sem ég kýs að kalla “Hataðasta og elskaðasta sápupersóna allra tíma” á að skrifa um þá sápupersónu sem viðkomandi greinarhöfundur hatar mest í sögu síns sápuáhorfs. Jafnframt á að skrifa um þá persónu sem greinarhöfundur elskar mest. Ef þið viljið megið þið líka bara skrifa um annað hvort.

Greinin verður að vera u.þ.b. 300 orð í minnsta lagi og gaman væri að mynd fylgdi með. Þið verðið að færa rök fyrir máli ykkar og svara spurningum eins og t.d. af hverju persónan er svona ömurleg/frábær, hvað þolir þú ekki við hana, elskar þú við hana o.s.frv. Þetta getur verið persóna sem er hætt í þáttum sem eru sýndir núna ef þið viljið.

Vonandi sjá einhverjir sér fært að skrifa skemmtilegar greinar handa okkur.

Karat.