Undanfarið hafa verið að flæða inn myndir sem fólk hefur sennilega fundið á einhverjum vefsíðum án þess að vita hvaða myndir þetta væru. Nú bið ég ykkur að geta heimilda svo við hin getum kynnt okkur myndina betur ef þið vitið ekki hvað er að gerast á henni. Ef þið vitið hvað er að gerast þá endilega skrifið eitthvað um myndina. Það er hálf leiðinlegt þegar mynd heitir t.d. Harold og síðan stendur ekkert meira, heldur bara aftur Harold. T.d. mætti nefna hvaða persóna þetta er og úr hvaða þætti og hvað var að gerast á viðkomandi mynd (ef mögulegt er).
Karat