Þegar einni beljunni verður mál þá pissa þær allar! Nú er svo komið að þegar eitt hjónaband leggur upp laupana þá fylgja hin í kjölfarið í Erinsbæ:)
Hvernig stendur annars á því að eitt hamingjusamasta par Nágranna, fyrr og síðar, sem búið var að vaða gegnum eld og brennistein til að vera saman, ákveður skyndilega að skilja? Af hverju uppgötvaði læknirinn góði allt í einu að eiginkonan fullnægði honum ekki og að lífið hans með henni hefði aðeins haldið honum niðri? Það bólaði ekkert á þessum tilfinningum hans þegar að Susan missti minnið og ákvað að fara frá honum, þá gerði hann hvað hann gat til að vinna hana til sín aftur og uppskar að lokum sem skildi og fékk eiginkonuna í arma sína á ný. Þetta hef ég aldrei skilið og tel ekki nóg að benda á að hann hafi fallið fyrir “vondu” Izzy sem “stal” honum frá Susan með klækjabrögðum. Það er einfaldlega vegna þess að farið var að bera á óánægjunni fyrr og það var í raun sú óánægja sem ýtti honum í ungan arm Izzyar. En hvaðan kom þessi óánægja svo skyndilega eftir allt sem á undan var gengið?
Eins og þetta sé ekki nóg? En nei, nú eru þeir að láta Lyn íhuga skilnað við elskuna sína hann Joe! Þau sem voru alltaf svo hamingjusöm saman og nýbúin að eignast hann litla Oscar! Ég næ bara ekki upp í þetta og vona til Guðs að höfundarnir sjái ljósið og sendi Lyn til Bendigo, eða þá skili okkur Joe til baka … ég meina hver saknar ekki Joe sárlega?!?