
Fjölskyldan hans er mjög furðuleg og nánast hættuleg, þá sérstaklega móðir hans Carmen, sem virðist vera tilfinningalaus og er algjört glæpakvendi. Hún skipaði Danny að drepa Michelle til að hefna bróður hans, en í staðinn bjargaði hann lífi hennar með því að giftast henni þar sem Carmen myndi aldrei drepa einn úr fjölskyldunni. Þetta hjónaband byrjaði sem lygi og Michelle fannst hún vera föst þarna, sérstaklega þar sem hún elskaði Jesse sem var farinn að verða ansi náinn Drew.
En nú er hún farin að finna fyrir alvöru tilfinningum gagnvart Danny og hættir hún við að senda FBI á hann og fjölskylduna efitr að hún heyrir hann segja ömmu sinni að hann elskar hana. En Danny getur ekki fyrirgefið henni, sækir um ógildingu og lætur hana halda að honum sé alveg sama um hana svo hún geti farið aftur til Jesse. En málið er að þau elska hvort annað og eins frábær og Jesse er, þá eiga Manny bara að vera saman :D Hver er sammála? :)