Ég man svo sannarlega eftir þessu fólki, þessar persónur voru í þáttunum um það bil á þeim tíma sem Nágrannar byrjuðu á Íslandi.
Efsta röð frá vinstri: Henry Ramsey (sonur Madge), Harold, Jim Robinson (bjó í húsi Scully fólksins), man ekki hver næsti er, en svo kemur Mike, hann átti heima í húsi Susan.
Næst efsta röð: Man ekki hver sú fyrsta er en svo kemur Sharon, sem eitt sinn rak kaffistofuna, svo er ég ekki alveg viss hvaða kona kemur næst. Svo kemur Madge Bishop (þá Ramsey) og Desmond Clarke, sem bjó í húsi Susan, og hann heldur á syni sínum Jamie, sem kom fyrir stuttu síðan og átti einhver hlutabréf sem Susan og Karl fundu í gólfinu hjá sér. Ég man ekki hver þetta er þar við hliðina, gæti verið Beverly Robinson, kona Jims. Þá kemur næst Dorothie Burke, sem var skólastjóri í Erinsborough high og bjó í strákahúsinu. Svo er það Gail Robinson kona Pauls og svo Paul Robinson sonur Jims.
Fremsta röð:
Joe Mangel, stúpi Sky, ekki klár á hvaða kona þetta er en svo kemur Toby Mangel, sonur Joes. Krakkarnir fyrir ofan eru Todd og Katie Landers, þau eru frænsyskin Beverly Robinson svo mér finnst líklegt að hún sé líka á myndinni. Todd var einmitt í miklu uppáhaldi hjá flestum, en hann dó í þáttunum, varð fyrir bíl svona um tvítugt þegar kærastan hans, Pheope var á leiðinni í fóstureyðingu, sem hún svo hætti við að fara í. Todd ætlaði að stoppa hana.
Síðust á myndinni er svo Helen Daniels, hún bjó hjá Jim og var tengdamóðir hans (fyrsta konan hans dó)og besta vinkona Madge.