Oh já, ég man sko vel eftir þessu. Þetta er sennilega 1990 eða 1991.
Ég sé sumt af þessu svo illa en þarna er allavega Nell Mangel, gömul kjaftakerling sem bjó þar sem Hoyland fólkið býr núna. Sonur hennar er einmitt stjúppabbi hennar Sky, hann ól hana upp. Hún er þessi í bláu fötunum.
Síðan er Jim Robinson við hliðina á Nell, hann bjó í húsinu þar sem Scully fólkið býr.
Stóra myndin er af Scott og Charline Robinson (sonur Jims og dóttir Madge sem var gift Harold, samt ekki dóttir hans). Þau voru einmitt leikin af Jason Donavan sem er bróðir stelpunnar sem leikur Sky og Kylie Minouge. Þau eru bæði söngvarar í dag.
Strákurinn í rönddótta bolnum er Henry, en hann er sonur Madge (átti að flytja til Nýja Sjálands rétt eftir að hann giftist henni Beth, sem var leikin af söngkonunni Natalie Imbruglia).
Madge er þarna í hvítri blússu á lítilli mynd. Ég átta mig ekki alveg á hvaða fólk er við hliðina á henni.