Leiðarljós, sem hefur verið á dagskrá RÚV árum saman, hverfur af skjánum frá og með þriðjudeginum 3. júlí. Ástæðan er sú að dreifingaraðilar þáttanna sjá sér ekki hag í að endurnýja samninga við RÚV auk þess sem þeir hafa ákveðið að stöðva sölu þeirra í bili vegna óvissu í Bandaríkjunum sem tengist réttindum á tónlistinni, sem er notuð í þáttunum.

Ég fékk sjokk þegar ég sá frétt á eyjunni með fyrirsögninni: "Hvað eigum við þá að horfa á? Réttindamál urðu Leiðarljósi að falli". Þetta stóð í fréttinni:

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu sem Eyjunni hefur borist.

Leiðarljós hefur verið á dagskrá RÚV síðan árið 1995 og hafa verið sýndir rúmlega 4200 þættir allt í allt hérlendis. Þessi þáttaröð hefur átt tryggan hóp áhorfenda, sem án efa mun sakna þáttanna.  En til þess að gefa þeim vísbendingu um örlög fólkins í Leiðarljósi verður hægt að nálgast upplýsingar um afdrif þeirra á slóðinni www.ruv/leidarljos, í þeim þáttum sem ekki náðust samningar um.  Úrdrátturinn liggur fyrir á netinu frá og með n.k þriðjudegi.

Leiðarljós er sú leikna þáttaröð sem hefur verið sýnd lengst í sjónvarpi í heiminum eða í 57 ár, en að undanförnu hefur áhorf farið dvínandi og er framleiðslunni hætt.

Til þess að bæta aðdáendum Leiðarljóss upp missinn mun RÚV hefja sýningar á ný á Herstöðvarlífi (Army Wives) kl. 16.35 á sama tíma og Leiðarljós var sýnt, frá mánudegi til fimmtudags. Ný sápuópera verður síðan tekin til sýningar á haustmánuðum.

Hér er slóðin: http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/06/27/hvad-eigum-vid-tha-ad-horfa-a-rettindamal-urdu-leidarljosi-ad-falli/

É
g trúi ekki að þeir ætli í alvöru að gera þetta. Við verðum að MÓTMÆLA!!! Ég ætla sko að sjá þessi síðustu 10 ár sama hvað það kostar!