Já mikið var gaman að sjá Leiðarljós á skjánum aftur! En ég var nefnilega að safna þáttunum á spólu og ég horfði á síðustu 3 þættina á sunnudagskvöldinu til að rifja upp :)
Með Hart, þá bara klikkaðist Dinah á býlinu. Hún ætlaði að skjóta Cassie en Hart kom inn og fór fyrir framan hana svo hann var skotinn. Hann dó samt ekki strax, kúlan var ennþá í honum og var að færast nær hjartanu svo hann þurfti að fara í aðgerð. Í aðgerðinni fór hann í hjartastopp og blóðflæði hætti í heilann í 20 mínútur, svo hann var heiladauður og dó svo stuttu seinna þegar Cassie var hjá honum. Svo hafði það líka áhrif að Dinah kom á spítalann og fór e-ð að hrista Hart sem lét hann fara í hjartastopp í smá tíma.
Vanessa hjálpaði svo Dinuh að flýja til Sviss sem Matt var ekki ánægður með og útaf því og Beth alltaf að reyna við Matt varð til þess að hjónabandið fór bara í rúst. Þau höfðu samt planað að hittast í Turnunum kl.8, en Matt meinti um morgun en Vanessa hélt að hann meinti um kvöldið, svo þau héldu bæði að þau hefðu ekki komið! Beth fattaði það en sagði þeim það ekki strax því Vanessa sagði einhverja ljóta hluti um hana eftir að hún og Lillian sáu þau koma full heim, en seinna eftir að hún fór, þegar Beth og Matt voru næstum búin að sofa saman sagði hún honum það. En svo fór Vanessa með Maureen eins og kom fram í gær.
Og svo er allt þetta Annie/Teri dæmi, hún er í fangelsi og Ben er að verja hana. Reva, Josh og David höfðu á spólu játningu hjúkkunnur sem sá um hina raunverulegu Teri, sem hefði getað sannað að Annie kom henni í dá og stal einkenni hennar, en Vicky sem er að vinna fyrir Alan fann hana og eyddi því útaf spólunni, svo Alan heldur að hann sé búinn að fá Lewis Oil.
Michelle er enn gift Danny svo að mamma hans láti ekki drepa hana, eftir að hún og Drew drápu bróður hans Mick í sjálfsvörn. En hún er að rannsaka Santos fjölskylduna og “viðskiptin” þeirra og byrjaði að vinna með FBI til að koma upp um þau. Hún og Danny voru næstum búin að sofa saman, en hún gat það ekki því hún elskar Jesse.
Þetta eru svona aðalatriðin :)
Og já ég er sammaála með dóttur Harley, Susan, hún er rosa pirrandi! Fyndið að sjá Brittany Snow svona unga :D