Ég var að horfa á frá rauða dreglinum á People's Choice Awards áðan, sem var haldið á miðvikudaginn í Los Angeles, og það var verið að taka viðtal við leikara úr nýjum gamanþætti sem heitir Outsourced (veit ekkert um hann nema hann á að gerast í Indlandi að hluta til). Horfið á þetta og gáið hvort þið kannist við konuna sem er lengst til vinstri (þegar þið horfið á það), í ljósbláa kjólnum :)
http://www.youtube.com/watch?v=XuwaOPbkNy4
Vitiði hver þetta er?? Pippa Black sem lék Elle Robinson í Neighbours! Ég þekkti hanan strax en googlaði þennan þátt til öryggis og sá að hún leikur í honum :) Það er svo cool að einhver úr Neighbours hafi verið á svona verðlaunahátíð með öllum stjörnuunum, ekki bara Twilight og Zac Efron, líka Johnny Depp, Jennifer Aniston og fleiri :) Þessi þáttur, Outsourced, var tilnefndur sem besti nýji gamanþátturinn, en vann ekki (annars hefði Pippa farið upp á sviðið!) :(
Hér er annað video bara af henni, en Kanarnir vita ekki alveg hver hún er ennþá… http://www.youtube.com/watch?v=BeVY4nUr-YU&feature=mcv
Svo fyrst ég er að tala um þetta, þá veit ég líka um annan sem lék í Neighbours sem leikur í amerískum þætti, og hann er eða var sýndur á Stöð 2 núna og heitir The Deep End. Ég rakst á það bara fyrir tilviljun, vissi ekkert hvaða þáttur þetta var, en horfði á restina af honum því ég þekkti strax hann Ben Lawson, sem lék Frazer, hennar Rosie og bróðir Ringo! Hann leikur lögfræðing, en þátturinn gerist á lögmannsstofu og meðal annarra leikara er Billy Zane (Cal úr Titanic).
Fyrir utan, ef einhver vissi það ekki, að Jesse Spencer, sem lék Bill (sonur Karl og Susan, bróðir Libby og Mal), leikur í House! Ég horfi venjulega ekki á House, en hef horft á nokkra þætti, aðallega út af honum :)
Og já Dichen Lachman, sem lék Katyu (systir Zeke og Rachel), hefur leikið smá í þáttum sem heita Dollhouse og eru/voru sýndir á Stöð 2 líka.
Mér finnst bara svo gaman að þessu og er ánægð með að þau hafa öll ákveðið að halda ástralska hreimnum. Ástralir eru greinilega að meika það í Ameríku :D