Það er alltaf jafngaman að “uppgötva” einhverja leikara þegar maður er að horfa á eitthvað eftir langan tíma eða í fyrsta skipti, það hefur komið fyrir mig mjög oft. Í gær sá ég einmitt mynd með Elvis Presley, Clambake, sem kom út árið 1967. Ég hafði aldrei séð hana áður þó ég sé mikill aðdáandi hans Elvis og mér fannst hún mjög skemmtileg. En það sem var ennþá skemmtilegra var að sjá kunnuglegt andlit sem lék gengilbeinu (ef þa orð er notað ennþá) sem tók á móti pöntun Elvis, eða persónu hans Scott (skinkusamloku og kaffi). Þetta var nefnilega hún Marj Dusay sem leikur Alexöndru Spaulding í Guiding Light! Ég þekkti svipinn hennar, þó hún hafi bara verið um þrítugt þarna og er 74 ára núna (63 ára í þáttunum á RÚV) og svo sá ég nafnið hennar í endanum, en hún var bara skráð sem “waitress”. Það var rosa skemmtilegt að sjá þetta, og pælið í því hvað þetta hefur verið skemmtilegt fyrir hana, að leika á móti Elvis!! :D
Ég sá því miður ekki video eða mynd af þessu á netinu til að setja hér en hér er video af frekar nýlegu viðtali við hana um Leiðarljós, að leika og að leika með Elvis í Clambake: http://www.youtube.com/watch?v=xSyhx0p41q4
http://www.eriel.com/personal/autographs/MarjDusay.jpg - Hér er svo mynd af henni úr Star Trek þáttununum ári seinna, en ef þið sjáið myndina og leitið að henni en þekkið hana ekki getið þið stuðst við þessa mynd :)