SPOILER FYRIR ÞÁ SEM HORFA Á EASTENDERS Á BBC ENTERTAINMENT Í SJÓNVARPINU!!

Hæ. Veit ekki hvort einhver hér horfir á á bresku sápuóperuna EastEnders sem er sýnd á BBC Entertainment í gegnum danska sjónvarpið fyrir þá sem eru með fjölvarpið. Ég hef horft á þá núna í næstum 2 ár og elska þá! Þetta er svona ekta sápa, mikið drama en samt líka svona “real” ef maður getur kallað þá það;) Það var nú bókstaflega real í gær, því þá var fyrsti LIVE þátturinn af EastEnders, fór hann í lofið kl.8 (við erum á sama tíma á veturna svo klukkan var 8 hjá okkur líka). Ég var búin að vita af eþssum þætti síðan einhvern tímann fyrir jól svo ég fylgdist alveg með í gær þó ég hafi ekki getað horft á hann beint því á BBC Entertainemnt í gegnum Danmörku erum við næstum mánuði á eftir og ég gat ekki horft á hann á heimasðiu BBC því það er bara hægt ef maður er staðsettur í Bretlandi.

LIVE þátturinn var svona “niðurstaða” frá jólunum, því í endanum í þættinum sem var sýndur á jóladag var ein persónan myrt, og má nefna að þetta var hataðasta persónan (svona “vondi” kallinn), Archie Mitchell, svo næstum allar hinar persónurnar komu til greina sem morðinginn. Var búið að rannsaka morðið og margir grunaðir síðan þá þar til í þættinum í gær, sem var alveg LIVE, þegar morðinginn var afhjúpaður. Það merkilegasta er að sá em reyndist vera morðinginn var ekki einu sinni á topp 5 listanum af þeim sem áhorfendur héldu að væri morðingin;) Ég verð að viðurkenna að ég hafði bara ekki hugmynd sko, það hefði getað verið hver sem er.

Ég fylgdist með í gær, fólk bloggaði sko á meðan þátturinn var í gangi, og þetta getur verið soldið ruglandi fyrir þá sem horfa ekki á þetta. En í LIVE þættinum var brúðkaupsveisla Biöncu og Ricky Butcher, eitt elskaðasta parið í þáttunum, og Bradley og Stacey ætluðu að flýja með hjálp Max, pabba Bradley, og bróður Max, Jack. Bradley var nefnilega orðin main suspect í málinu, enda hafði hnan ástæðu eins og allir aðrir. Stacey var nauðgað af Archie fyrir nokkru síðan og hélt hún að hún væri ólétt eftir hann, en svo sagði hún að hann gæti ekki verið faðirinn þar sem hann var ófrjór eftir lyfjameðferðir við krabbameini. Hún hefur líklega sagt Bradley hver væri faðirinn en það var ekki sýnt. Einnig kom í ljós að hann hafði nauðgað dóttur sinni Ronnie, sem var líka ein ef þeim helstu grunuðu.

En Bradley fattaði að hann gleymdi vegabréfunum svo hann fór aftur til baka en löggan sá hann og elti hann upp á þak og Bradley datt og virtist vera dáinn. Max, Jack og Stacey voru öll niðurbrotin og Max fór með Stacey afsiðis þar sem hún viðurkenndi að það var hún sem drap Archie, ekki Bradley! Þá kom það í ljós, eftir 2 mánuði, hver var morðinginn. Kom það mörgum á óvart að það hefði verið hún, mér líka! Leikkonan sjálf, Lacey Turner, vissi einu sinni ekki að Stacey væri morðinginn fyrr en 20 mínútum áður en þátturinn fór í loftið! Enginn af leikurunum vissi það reyndar fyrr en þá, sumir komust bara að því á sama tíma og áhorfendurnir, í lokaatriðinu! Þau voru búin að æfa mismunadi útgáfur af lokaatriðinu en enginn vissi hver væri morðinginn fyrr en 20 mínútum áður. Svo halda margir að Stacey hafi sagt Bradley að hún drap hann þegar hann spurði hver faðirinn væri og halda þess vegna að hann hafi kannski hoppað niður til að vernda hana, hann sagði líka áður en hann datt: “STACEY RUN!!”.

Í sambandi við LIVE þáttinn, tókst hann mjög vel, það voru engin stór mistök, bara í byrjun þáttarins þegar einn leikarinn, Scott Maslen, sem leikur Jack Branning, gleymdi einni línu. En það er líka svo gaman við þetta, þá er þetta svo “real” og “live” :)

Ég sá hann því miður ekki LIVE en horfði á hann á youtube áðan og vá bara! Mér finnst þetta bara besti þáttur ever!

Hér er 1.hlutinn af þættinum: http://www.youtube.com/watch?v=coIKTFyn5ow

2.hluti: http://www.youtube.com/watch?v=LRn00BMve_U

3.hluti: http://www.youtube.com/watch?v=gKmji-H3pJk

4.hluti - LOKAATRIÐIÐ ÞEGAR BRADLEY DETTUR OG STACEY SEGIR MAX AÐ HÚN DRAP ARCHIE: http://www.youtube.com/watch?v=3eLVSSNPnY4

http://www.youtube.com/watch?v=KDwZF02HBcM: Hér er svo svona Aftermath sem var sýnt strax eftir þáttinn, þar eru viðtöl við leikarana og viðbrögð þeirra. Þetta er í 6 hlutum :D

Hér er svo þegar hann er myrtur: http://www.youtube.com/watch?v=08HdqzE3-lE :)

Ef þið viljið vita meira um EastEnders, fariði þá á þessa síðu: http://www.bbc.co.uk/eastenders eða á Wikipedia eða e-ð :D