Nú er Bethany Joy Galeotti, eða Bethany Joy Lenz eins og hún hét þá áður en hún gifti sig, komin aftur í Leiðarljós :D Ekki sem Teen Reva Clone samt, heldur Michelle Bauer! Þið sem horfið á One Tree Hill ættuð nú að kannast við hana, en hún leikur Haley James Scott :) Svo nú er Rebecca Budig hætt sem Michelle Bauer og Bethany komin í staðinn. Það var svo fyndið hvernig hún var allt í einu komin þarna í atriðinu sem Rebecca var í í endanum á fimmtudagsþættinum haha;) En ætli Mick sé dáinn? Það leit út fyrir það… þá eru þær í vandræðum!
Og svo bara klapp fyrir Cassie! Ég er svo stolt af henni, hún stóð loksins uppí hárinu á Hart! :) Þó það hefði verið best ef það hefði verið Dinah en hún sagði allt og lét ekkert eftir liggja! Hann verður að átta sig á að hann getur ekkert verið með Dinuh þegar hann elskar Cassie, sama hve mikla sektarkennd hann hefur.