Í dag er merkilegur dagur því okkar eigin Angélica Vale á afmæli í dag, er 34 ára vúhú! :D Þeir sem vita ekki hver hún er þá lék hún Leticiu Padillu Solis, Lety, í La Fea Más Bella, sem Stöð 2 er að endursýna á fimmtudögum og föstudögum. Hún fæddist 11.nóvember 1975 svo hún er 34 ára :D Hún er ábyggilega að fagna deginum með mömmu sinni, ástvinum og vinum núna, en mamma hennar er engin önnur en Angélica Maria, sem lék mömmu hennar í þáttunum :) Angélica eldri er mjög vinsæl og þekkt söng-og leikkona í heimalandi sínu og er hún oft kölluð La Novia De Mexico (Mexico's Sweetheart).
Fyrir utan að leika í LFMB saman leika þær báðar í þættinum Mujeres Asesinas, seríu 2, á þessu ári, þar sem þær leika kvenkyns morðingja eins og gefur til kynna í titlinum. Einnig leikur Patricia Navidad í honum, en það er sú sem lék Aliciu í LFMB :)