Tek fram að þetta er SPOILER svo EKKI LESA MEIRA EF ÞIÐ VILJIÐ EKKI VITA!!
Haha, bara að vara ykkur við;) Allavega, í gær var 18.september og þar með var síðasti Guiding Light þátturinn sýndur í Bandaríkjunum, tek fram að þetta var þáttur númer 15.762. Þetta endaði frekar vel eins og við var að búast. Það kemur kannksi ykkur ekki á óvart að Josh og Reva enduðu saman, en samt bara á síðustu mínútunum í þættinum! Hún var nefnilega gift öðrum manni sem heitir Jeffrey og þau eiga einn son, en Jeffrey var talinn vera dáinn um tíma. En það er allt búið og í eiginlega síðasta atriðinu játuðu þau ást sína og fóru saman á gömlum Ford bíl into the sunset :D Svo er gaman að segja frá hinum sem enduðu saman… eins og Buzz og Lillian, þau giftu sig í mánudagsþættinum ásamt Billy og Vanessu, svona Double Wedding :) Þið eruð eflaust að pæla hvað varð þá um Matt, en Maureen, dóttir hans og Vanessu sem er bara lítil hjá okkur, kom honum saman með kennaranum sínum. Svo enduðu Rick og Mindy saman og Phillip og Beth auðvitað :D Frank og Blake, Dinah og Mallet (sem var giftur Harley), Shayne og Marina, Bill og Lizzie… þau giftust í sumar og eiga von á barni, en núna hjá okkur er Bill sko næstum tvítugur og Lizzie bara krakki;) Svo enduðu Alex og Fletcher saman og þetta á eftir að koma ykkur á óvart kannski en Alan er dáinn! Hann dó úr hjartaáfalli í miðvikudagsþættinum. Þar sem ég er búin að fylgjast með þessum síðustu þáttum kemur það mér rosa á óvart að hann skyldi deyja en ekki Phillip sem var greindur með einhvern lungnasjúkdóm í sumar. Hann sagði engfum neitt fyrst, en að loku msagði hann Alan og allri fjölskyldunni það. Alan gaf honum beinmerg í síðustu viku.
Svo allt endaði bara frekar vel, ég nefndi samt bara þær persónur sem við könnumst við, þið getið bara gáð sjálf ef þið viljið vita e-ð um aðrar persónur sem eru ekki komnar hjá okkur. Þetta er rosa sorglegt samt, allir Bandaríkjamenn sem horfa á GL eru svo sorgmæddir og reiðir út í CBS að það hálfa væri nóg. Ég skil þau alveg, ég er sorgmædd líka, þó uið eigum eftir 11 ár.
Hægt er að sjá síðasta þáttinn á youtube, eins og t.d. hér: http://www.youtube.com/view_play_list?p=E72C7EF90A7FEDE8 , í 7 hlutum :)
Svo er líka hægt að sjá eins og svona Behind the scenes af síðustu myndatökunni og síðasta þættinum og fleira á youtube. Og hér er myndband frá Daytime Emmy verðlaunahátíðinni í lok ágúst þar sem er svona “tribute” til að heiðra þáttinn, og konan sem kynnir það er Betty White, en hún lék mömmu Stephanie í Glæstum vonum. Hér er það: http://www.youtube.com/watch?v=bPTDcrVhhRw :D
Svo að lokum er hér 1.hlutinn af svona Guiding Light tribute sem einn notandi á youtube hefur veirð að gera: http://www.youtube.com/watch?v=Anp7Ix7OlaE , það byrjar á Memorable moments, þið finnið bara afganginn á síðunni :)
Svo, hvernig leggst þetta í ykkur og finnst ykkur þetta hafa endað vel (ef þið hafið séð síðasta þáttinn eða fylgst með þeim síðustu td.)?