Þú misstir þá af þvi sem gerðist fyrir Stephanie. Hún var nefnilega skotin! Á tískusýningunni átti Donna að vera “the showstopper” og koma fram með Eric (hann og Stephanie eru skilin), en Felicia og Thorne lokuðu hana inni í gufubaðinu svo hún komst ekki, og Stephanie fór í staðinn. Það voru náttlega margir ósáttir með það og Donna var mjög sár (Jake, myndavélagaurinn í Forrester hleypti henni út úr gufubaðinu). Eftir sýninguna var Stephanie ein að slökkva ljósin á sviðinu þegar e-r hönd með byssu sást í gegnum tjaldið eða hvað sem þetta var og skaut hana. Donna fann hana og var öll í blóði þegar Eric, Felicia, Thorne og þau komu svo Felicia og Thorne ásökuðu hana um þetta. Hún sór að hún hefði ekki gert þetta og gerir enn. Stephanie fór í aðgerð á spítalanum og vaknaði smá þegar Eric, Felicia, Thorne og Ridge voru hjá henni og hún sagði að Logan hefði skotið hana. Þá fóru allir að ásaka e-n í Logan fjölskyldunni, helst Donnu eða Stephen. Lt. Baker og sonur hans Charlie eru að rannaska þetta og það eru eiginlega bara allir grunaðir (hún ás vo marga óvini!), fyrir utan Logan fjölskylduna er það Jackie (hún var doldið grunsamleg eftir tískusýninguna og fór til London strax eftir) og Nick t.d. Þeir tóku það fram að Brooke hefur verið mest særð af Stephanie auðvitað en þeir fóru svo að gruna Nick því hann hatar Stephanie og var giftur Brooke… Ridge grunar Stephen því hann hatar fjölskylduna, sérstaklega Stephanie (Donna bað Stephen um að koma og neyddi Brooke til að segja honum frá því sem gerðist með Andy og Stephanie og hann sagði Storm það, Stephen fór svo til Stephanie og hótaði henni e-ð) og svo halda Felicia og kannski Thorne að DOnna hafi gert það, sérstaklega eftir að Stephanie sagði þa ðsjálf við Eric, en hún var nývöknuð og sagði ekki beint að Donna hafi skotið sig. Katie er ekki mjög grunsamleg og Storm var að tala við son Baker þegar Stephanie var skotin.
Svo er systir Stephanie, Pam, nýkomin aftur og er mjög grunsamleg, DOnna heldur að það sé hún. Hún á hund sem heitir Tiny og er langt frá því að vera tiny og vcar e-ð að hreæða Donnu með honum og sagði henni að láta Eric í friði og e-ð… hún er sko sjálf ástfangin af Eric. Svo það eru margir grunaðir en enginn veit er er sekur!
Já, annað er að Taylor á í erfiðleikum með að tengjast Jack, hún getur ekki gefið honum á brjósti og Brooke er ekki ánægð með það. Bridget sagði henni að hætta að skipta sér af því hann er sonur Nick og Taylor en Brooke missir alltaf útúr sér að hann sé sonur hennar, sem hann er auðvitað líffræðilega! Svo heyrði Ridge það og varð e-ð reiður…. Já, nenni ekki að tala um hvað ég þoli hann ekki!
Man ekki eftir neinu öðru mikilvægu akkúrat núna. Aðalmálið er að Stephanie var skotin og það er verið að komast að því hver gerði það ;)
Bætt við 18. september 2009 - 21:33
Og já, gleymdi að segja svo að það viriðist vera að sá sem skaut Stephanie hafi notað byssu sem var í skúffu á skrifstofunni hennar Brooke, en upprunalega á Stephanie byssuna, ef þú manst eftir því þegar Stephanie kom til Brooke einu sinni og sagði henni að gera öllum greiða og skjóta sig, það er sú byssa. Brooke var e-ð að opna skúffuna og þá var hún horfin, það var stuttu eftir að hún var skotin.