Í gærkvöldi (eða nótt á íslenskum tíma) var hin árlega verðlaunahátíð Daytime Emmy Awards haldin í 36.skiptið í Orpheum leikhúsínu í Los Angeles. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta fyrir “daytime” þætti, s.s. sápuóperur eins og Guiding Light og The Bold And The Beautiful. Það var sýnt á bandarísku sjónvarpsstöðinni CW (þar sem m.a. One Tree Hill, Gossip Girl og 90210 er sýnt), klukkan átta, eða um eða eftir miðnætti á íslenskum tíma. CW ákváðu að sýna frá hátíðinni, þar sem CBS eða nein önnur stöð gátu ekki sýnt frá henni af einhverjum ástæðum.
Ég leitaði um allt til að geta horft á hana beint á netinu, en það virkaði ekki og ég veit ekki hvar ég get séð hana alla nema kannski brot á youtube.
Ég fylgdist hins vegar með í nótt, myndir frá hátíðinni og “The Red Carpet” komu mjög fljótt og allir sigurvegararnir. Það mun gleðja marga Bold and the Beautiful aðdáendur að vita að B&B vann sem besti drama þátturinn :D Tveir aðrir þættir voru tilnefndir, All My Children og Days Of Our Lives. Það kom mér á óvar að GL var ekki tilnefnt þar sem það er að hætta 18.september næstkomandi.
Aðrir sem leika í GL (og eiga eftir að leika hjá okkur) sem voru tilnefndir eða unnu voru t.d. Daniel Cosgrove sem leikur Bill Lewis (aðalleikari í drama þætti, tilnefndur), Susan Flannery sem leikur Stephanie í B&B (aðalleikona í drama þætti, tilnefnd), Vincent Irizarry sem lék Nick Mchenry í GL (aukaleikari í drama þætti, vann) og Jeff Branson sem leikur Shayne í GL (aukaleikari í drama þætti, vann), það var jafnt á milli hans og Vincent.
Svo vann Rachhael Ray sem besti spjallþáttastjórnandinn og Tyra Banks vann fyrir eitthvað svipað.
Þið getið séð alla sem voru tilnefndir og sem unnu hér: http://www.chiff.com/pop-culture/daytime-emmy-awards.htm.
Það var líka svona sérstakt “tribute” tileinkað Guiding Light því þeir eru að enda, vona að ég geti séð það einhvers staðar.
Mér finnst frábært að B&B skyldu vinna sem besti þátturinn, en ég sá frá nokkrum commentum á netinu að greinilega var ekki sýnt þegar þau héldu ræðuna. Þetta voru síðustu verðlaun kvöldsins og það var bara cuttað strax þegar úrslitin voru sögð, sem er mjög fúlt.
En svo er hægt að skoða myndir á t.d. www.cbs.com og fleiri síðum :)