Ég hef nú horft á þættina í eiginlega allt sumar, hef varla misst af þætti;) Var líka ekkert að vinna eða neitt.
Man ekkert hvað hefur nákvæmlega gerst í sumar, þ.e.a.s. ég byrja bara einhvers staðar sem ég held að sé svona búið að gerast síðan sumarið byrjaði.
Svona í aðalatriðum þá er Josh og Reva sameinuð, hann er búinn að komast að því að hún var lifandi allan tímann og klóninn sér rosa eftir öllu saman (Sean kom og sagði Cassie allt og Josh sá spóluna sem Reva gerði í sundlaugarhúsinu). Þau eru eiginlega búin að fyrirgefa henni og kölluðu hana svo “Cousin Dolly” og voru búin að plana að hún færi til Ítalíu að lifa sínu lífi. En henni fannst hún bara vera fyrir og tók allt öldrunarlyfið og nú er hún bara að deyja, orðin svona gömul Reva og er á síðustu skrefunum. Josh fór með hana til Cross Creek því hún sagðist vilja koma við þar áður en hún færi til Ítalíu, en hún vill bara deyja þar. Josh og Harley voru að leita að móteitri sem Michael átti en eru ekki búin að finna það, það átti að vera í e-m skáp á lestarstöð, Harley fann lykil, en hann var tómur. Og Michael er dáinn. Alan komst að þessu öllu með klóninn, Dolly kom sjálf og sagði honum að hún væri klón og hann var að reyna að ná öllum formúlunum frá Michael, aðstoðarkona hans Vicki var að vinna fyrir hann og náði e-u um klónun en ekki um öldrunarlyfið. Alan þurfti það því hann ætlaði að klóna Annie! Michael sprengdi upp Spaulding rannsóknarstofuna svo Alan myndi ekki ná formúlunni, en hann komst ekki út og var inni þegar sprengjan varð. hann festist undir e-u og Josh var þarna og svo kom Vanessa og hann dó mjög fljótlega. Alan hafði meira áhuga á að finna formúluna heldur en að bjarga Michael, sagði m.a.s. að honum væri skítsama um hann! Það er líka af hverju Dolly ákvað að taka ölfrunarlfyið, svo LAan gæti ekki notað hana sem sýningargrip. Hann kom með fjölmiðla heim til þeirra til að sýna þeim Dolly og hún var þarna og viðurkenndi að hún væri klón, nema það var ekki hún! það var alvöru Reva og lét Alan líta út eins og fífl :)
Svo kom í ljós að Vicki er Spaulding! Hún er frænka Alans, dótturdóttir Brandons.
Svo er Dinah ólétt eftir Rob, en laug auðvitað og sagði að Hart væri faðirinn! Cassie fór að gruna e-ð og Hart krafðist þess að hún færi í faðernispróf og hún ætlaði að gera það, og feika það! En læknirinn sagði að það væri doldið hættulegt fyrir barnið svo þau hættu við faðernisprófið. Svo hringdi Rob í Cassie og sagði henni að hann og Dinah hefðu sofið saman u.þ.b. sem hún og Hart eiga að hafa sofið saman og Cassie lagði saman tvo og tvo og sagði Hart þetta. Dinah neitaði öllu auðvitað en Hart var samt e-ð efins og heimtaði að hún færi í faðernispróf og hún er að múta lækninum svo hún láti líta út eins og Hart sé faðirinn. Og svo sá Dinah Sean í herbergi Cassie því hann heufr veirð þar í smá tíma, og Dinah hélt auðvitað að hún væri að halda framhjá með honum og fór með Hart í herbergið en Sean faldi sig og Dinah lét út eins og algjört fífl;)
Annað sem er í gangi núna er að Blake er lömuð á spítala eftir að Ross skaut hana! Það var óvart reyndar, hann ætlaði samt að skjóta Ben. Ben var búinn að ákveða að fara úr bænum og fór aðeins til Blake að kveðja hana og gefa henni e-a nælu sem henni langaði í á 4.júlí, og þau enduðu á að sofa saman! Ross kom inn eftir það og hélt að Ben hefði nauðgað henni og skaut, en ekki á hann heldur hana óvart! BLake fór á spítalann og hún var svo lömuð og er ennþá, en læknirinn sagði samt að það væri ekkert líkamlegt að, bara andlegt. Og Blake mundi svo ekkert hovrt Ben heðfi nauðgað henni eða ekki og af því hún gat ekki sagt að hann hefði gert það var Ross handtekinn. Holly og Dinah sögðu henni báðar að ljúga til að bjarga hjónabandi sínu, og á endanum gerði hún það! Þegar hún fór að muna að hann nauðgaði henni ekki saðgi hún það samt til að bjarga Ross og hjónabandinu. Ég þoli ekki Ben (þó hann sé ekki eins slæmur og ég hélt fyrst) en hann á ekki skilið að vera sakaður um nauðgun, e-ð sem hann gerði ekki! Svo er e-r dularfull leynilögreglukona farin að vinna með Frank, sem er t.d. að vinna með honum í þessu Blake/Ben/Ross máli, hún heitir Det.Teri DeMarco og mér finnst nú e-ð skrýtið með hana.
Svo er komið í ljós að Ben var lögfræðingurinn sem hjálpaði konu Seans og vini hans að flýja og feika morðið og það allt. Það bætir nú ekki álit mitt á Ben. Sean sagði Cassie það.
Svo eru Jenna og Buzz búin að eignast barnið, það er strákur en þau eru ekki ákveðin með nafnið… það er Ian eða Stavros, eða Rocky eins og Coop kallar hann:) Hún ákvað að taka sér doldið langt frí frá vinnunni svo Harley bað David um að verða félagi sinn á meðan. Já, hann er kominn aftur og annar leikari, Charles fékk slag á 4.júlí og David kom út af pabba sínum. Hann er e-ð hrifinn af Vicki held ég, en kannski ekki jafn mkið núna eftir að hann komst að því að hún er Spaulding.
Harley og Phillip eru trúlofuð, Beth er mjög sár en svona er lífið. Svo gaf hann Harley geðveikt stóran og dýran hring og Harley er ekki þannig manneksja, hún var eki hrifin af honum og eyðilagði hann ÓVART! Hún þorði ekki að segja Phillip það en hann komst að því. Þau eru samt sátt:)
Holly er farin að drekka doldið mikið, út af öllu með Fletcher, Meg og núna Blake. Abby og Mcihelle hafa áhyggjur og vilja ekki að hún sé að hugsa um Kevin og Jason þegar hún er svona.
Og um Michelle og Jesse.. það er allt í steik núna, Drew er að reyna að eyðileggja allt á mili þeirra. Fyrir sollu síðan, á 4.júlí í Bauer BBQ lét Drew nektarmyndir sem Jesse hafði teiknað af Michelle í uppboð. Svo borgaði hún e-m gaur í listagallerýi að skoða myndir Jesse og koma með samning, en Michelle komst að því og Jesse var pínu reiður fyrst, en ekki lengur. En svo kom í ljós að þessi gaur leist í alvöru vel á verkin hans! Svo bara núna varð Jesse reiður þegar þau voru á ströndinni og löggan kom sem þekkir Jesse mjög vel (hann, Bill og e-r voru að spila póker) og Michelle var að reyna að vernda Jesse en hann varð fúll og nú er allt í steik hjá þeim. Svo er Drew alltaf að “hugga” hann.
Já, þetta er það sem ég man :D
Bætt við 23. ágúst 2009 - 21:58
Já og með Michael, það er svo ömurlegt að hann skyldi deyja núna því eftir að hann komst að því að Reva var lifandi allan tímann sá hann svo eftir því og bað Guð að fyrirgefa sér og ákvað að gera e-ð til að gera heiminn betri og svo deyr hann! :(
RIP Michael :(