Æ þetta var svo sorglegur endir fyrir Michael… akkúrat þegar hann sá eftir þessu öllu saman og ætlaði að gera e-ð til að gera heiminn betri þá deyr hann. Hrikalega sorglegt. Annars jeminn hvað Alan er hjarta- og sálarlaus, maðurinn var að deyja og það eina sem hann hugsaði um voru rannsóknirnar um klónunina! Hann var ekkert að leyna því, sagði m.a.s. að honum væri nákvæmlega sama um Michael! Haha gott að það var allt eyðilagt;) Og Vanessa kom þarna og Vicky fékk samviskubit… ég held henni hafi þótt vænt um hann þrátt fyrir allt. Vá hvað ég vildi að Josh hefði náð honum út þarna þegar Michael henti honum út.
Æ nú er Peter Hermann farinn út þáttunum:(
R.I.P. Dr.Michael Burke :(
Allavega, svo allt þetta með Blake/Ben/Ross… ég þoli ekki Ben (þó hann sé ekki eins slæmur og ég hélt fyrst) en hann á ekki skilið að vera sakaður um nauðgun, e-ð sem hann gerði ekki! Aumingja Ross heldur að hann hafi gert það, eða hann vill bara ekki trúa því að Blake hafi sofið hjá honum. Ég held í alvöru að Blake muni ekkert, það væri mjög ömurlegt af henni að segja að hann hafi nauðgað henni bara til að bjarga hjónabandi sínu. Ég vona að hún geri það ekki, Dinah vildi t.d. að hún gerði það (hrikalega hata ég Dinuh!!).
Svo er komið í ljós að Ben var lögfræðingurinn sem hjálpaði konu Seans og vini hans að flýja og feika morðið og það. Það bætir nú ekki álit mitt á Ben. Annars vá hvað Sean er í fínu formi;) Ef Hart og Cassie væru ekki meant for each other þá væri gaman að sjá hana með Sean:)