Jæja, hvernig finnst ykkur þessi söguþráður um Andy og Brooke? Mér finnst þetta mjög góður söguþráður, ég held þetta sé rosa gott fyrir persónu Brooke, þó þetta sé auðvitað ógeðslegt. Ég held bara að þetta styrki hana einhvern veginn, og þetta sýnir bara ennþá meira hvað Stephanie er ógeðsleg! Og oj hvað Andy er ógeðslegur gaur, mig langaði að drepa hann (en hann er bara að leika þetta, ég veit það). Ég man þegar ég horfði á þetta á YouTube þegar þetta var sýnt þarna úti í Bandaríkjunum (í ágúst 2007) og það var mjög erfitt fyrir mig að horfa á þetta, þó það hafi ekki verið sýnt alveg allt, en samt, þetta er svo ógeðfelld tilhugsun. Þetta er samt rosa vel leikið, ég er enn að furða mig á því af hverju KKL fékk ekki Emmy fyrir þetta. Og þessi gaur sem leikur Andy leikur þetta vel líka, hann er ábyggilega hinn fínasti gaur í alvöru. Ég man samt alltaf eftir honum sem ógeðslega manninum sem nauðgaði Brooke!
Svo er það Stephanie, hvað var hún eiginlega að hugsa??! Ok, hún ætlaði auðvitað ekki að láta hann nauðga henni, en hún er nú ekkert heimsk. Ég meina það, hvað var hún að pæla að senda e-n bláókunnugan gaur á hana sem hún veit ekkert um? Og að segja honum hvar hún felur lykilinn, er hún heimsk?! Og þegar hann var farinn út og hún hringdi í hann, þá sagði hún honum nánast því að fara inn aftur og taka ekki nei sem svari! Hvað er að henni?? Hélt hún að Brooke myndi bara hoppa upp í rúm með bláókunnugum manni? Hún er nú ekki þannig!
Ég skil ekki hvað Stephanie er svo alltaf að bulla… ok, Brooke hefur verið með þónokkrum mönnum, en hún er ekki sú eina. Það eru alltaf allir að tala um að Brooke sé algjör drusla sem hefur verið með öllum Forrester mönnunum, nú, Taylor hefur verið með Ridge og Thorne, og mér skilst að hún hafi líka e-ð verið pínu með Eric hér forðum þó ég muni ekki eftir því. Þegar ég pæli í því, þá er Taylor bara e-ð obsessed af Brooke líka, alveg eins og Stephanie! Hún hefur verið nánast því með sömu körlunum og Brooke - Ridge, Thorne og Nick! Og var Brooke ekki líka e-ð með James einu sinni? Og svo er líka eitt annað, Stephanie sagði í þættinum á mánudaginn að hún sé bara að reyna að lifa sínu lífi, en hún er bara alls ekkert að gera það. Hún er of heltekin af Brooke að hún hugsar ekki um neitt annað! Og “börnin” sín, sem eru nú engin börn lengur!
Allavega, mér finnst þessi söguþráður mjög góður þó ég vorkenni Brooke alveg geðveikt mikið, og meira segja þeir sem “hata” Brooke vorkenna henni líka (ef marka má comment á YouTube), það er nú ekkerty skrýtið, enginn á skilið að vera nauðgað. En hvað finnst ykkur um þetta?
E.S. Það er korkur hér neðar sem ég skrifaði um þetta fyrir nokkru síðan: http://www.hugi.is/sapur/threads.php?page=view&contentId=6137317 ;)