Hæhæ. Ætlaði að tileinka þessum korki bresku sápuóperunni EastEnders. EastEnders eru sýndir á BBC Entertainment kl.13:50 og 17:50 (alltaf verið að breyta tímanum samt). Svo ef það er e-r sem langar að sjá þá vita þeir að þeir eru á þessum tíma á BBC (þeir sem eru með Digitalið).
Ég byrjaði að horfa á þá í apríl í fyrra (um sama leyti og kona að nafni Tanya graf manninn sinn Max lifandi, þó hún hafi hætt við á endanum). Vissi ekki mikið um þá og var doldinn tíma að komast inní þetta, en þegar maður kemst inní þá er það mjög gaman;)
EastEnders eru breskir þættir sem gerast í austurhluta London, eða nákvæmara, í Albert Square í Walford, þar sem eru einbýlishús, krár, götumarkaður og önnur fyrirtæki, þar sem mikið af aðalpersónunum vinna. Þættirnir eru teknir upp í BBC Elstree Centre í Borehamwood, Hertfordshire. Þeir hófu göngu sína árið 1985 og eru ennþá sýndir í dag. EastEnders snýst um líf og hafi fólksins sem búa og vinna í Albert Square. Fylgst er með mörgum fjölskyldum, s.s. Beale fjölskyldan, Branning fjölskyldan, Slater fjölskyldan, Mitchell fjölskyldan ofl. Þrátt fyrir það er samt mikið drama í Albert Square, eins og unglingaóléttur, framhjáhöld, nauðgun, morð, þjófnaður, skilnaður, ofbeldi, sjúkdómar ofl. EastEnders eru mjög vinsælir þættir og hefur unnið til margra verðlauna.
Þeir voru einu sinni sýndir hér á Stöð 2 eða RÚV fyrir löngu, og vildi að þeir myndu byrja að sýna það aftur, þó ég geti horft á þá á BBC;)
Langaði bara að deila þessu með ykkur:) Ef e-r vill vita um það sem er að gerast núna, endilega senda mér skilaboð:)